Danmörk

Ég er búin að ákveða að flytja til Danmerkur (vá hvað það er furðulegt að segja þetta).  Reyndar var ekki séns að nokkur kona/maður, sem ég talaði við á meðan ég var úti, vildi ráða mig þar sem ég talaði ekki dönsku.  En hvað um það, ég er búin að fá húsnæði.  Ég mun leigja með tveim öðrum, Siggu Þrastar á Ísafirði sem var með mér í kvennakórnum og Grímu vinkonu hennar (ég kenndi dóttur hennar á leikskólanum Ásborg í den).  Íbúðin er á Amager og ég fór að skoða hana þegar ég var úti, hún er alveg glæný og enginn hefur búið í henni áður.  Þetta leggst vel í mig svo langt sem það nær.  Ég er nú samt eiginlega ekki að trúa þessu ennþá.  Ég er ekki búin að gefa upp alla von um vinnu á leikskóla, á enn eftir að kanna einn til tvo staði.  Ég ætla allavega að byrja á því að fara í málaskóla, svo ég nái nú dönskunni og svo sæki ég bara aftur um ef ekkert hefur gerst í millitíðinni.  úfff... það er ekki laust við að maður verði smá stressaður þegar maður skrifar þetta.

En Danmerkur ferðin var bara fín svona fyrir utan veðrið Devil það var vægast sagt hundleiðinlegt.  Rigning og kalt og vindur og loftkuldi og já bara hundleiðinlegt. 

kalt í KöbenEn við skyldum nú samt sitja úti.. við vorum jú í Köben og þar situr maður úti og drekkur bjórinn sinn þrátt fyrir að þurfa að vera vafinn inn í teppi frá toppi til táar.  Ég sem hélt að það væri alltaf sól í Danmörku.  Við sáum reyndar til sólar en lofthitinn var enginn og við máttum þakka fyrir að vera komnar á matsölustað á laugardeginum í Tívolíinu þegar það fór að hellirigna.  Flesta dagana hefði maður þó alveg viljað hafa flíspeysuna með í för.  En stuttbuxurnar og hlýrabolirnir fóru ekki uppúr töskunni allan tímann.  

 

 

 En þetta var nú ekki alslæmt þó.  Það komu tímar sem hægt var að sitja án teppis ég meina við erum jú sannir Íslendingar.

                                                                                                                                                                                                                                        Skál í sólinni...

                                    

                                    

 "No drugs and nuclear wepons allowed inside"

 

                                     Sunna kom í heimsókn 

  Sunna, vinkona Unnu Siggu, kom í heimsókn til okkar yfir helgina og að sjálfsögðu tókum við á móti henni á flugvellinum með stæl.

 

Sem sagt þrátt fyrir leiðinlegt veður er ég flutt til Köben!!!!!!!!!!! Tounge

 

 

 

 

 

 


Ferðasagan kemur næst

Sá þetta á reunion síðunni frá Glerárskóla á Akureyri og þar sem ég gat ekki mætt skellti ég þessu inn hér þetta er allt svo satt og rétt.  

þegar við vorum í Glerárskóla 1987-1988:


-lærðum við á ritvélar í 9. bekk (10. bekk) en nú læra nemendur á ritþjálfa frá og með 4. bekk eða fyrr                                                                                                                                                      -voru ritgerðir hreinskrifaðar en ekki slegnar inn í tölvu og sendar rafrænt...    

                                                                                                                                                    
-voru sum okkar svo heppin að eiga vasadiskó en nú eiga allir Ipod Nano


-voru  50 kr.  og 100 kr.  seðlar en ekki  mynt ( 50 varð mynt 1987 og 100 kallinn varð mynt 1995).


-var enginn gsm né sms, mms, gprs, 3G né msn en sennilega eiga allir gagnfræðingar núna gsm síma með myndavél


-voru engar PC /MAC tölvur né leikjatölvur, Playstation 1, 2, eða 3 í boði, bara bókakostur á bókasafni, Sinclair Spectrum leikir, Gameboy og að sjálfsögðu Billinn sem brást ekki.


-aðalæðið var diskmyndavél ( stóðst reyndar ekki tímans tönn) en nú lifum við á stafrænni öld


-símanúmerin voru 5 stafa....en ekki 7 stafa eins og nú (
nema á Súganda þar var símanúmerið 4 stafa,innsk.LE) 


-var 603 Akureyri ekki til...


-var eitt sjónvarp á hverju heimili


-var til Beta og VHS en ekki DVD


-var gamla Ráðhústorgið enn á sínum stað


-voru engir tímar sem hétu lífsleikni


-var engin Kringla fyrr en 1987 og Leifsstöð var opnuð sama ár


-voru geisladiskar "nánast" óþekkt fyrirbæri, notast var við segulbandsspólur og LP plötur (jahh ég man nú eftir umræðunum um geislaspilara, innsk. LE)


-var Bónus ekki til


-var ekki búið að leyfa sölu á bjór


-var enginn nýbúi í okkar árgangi né útlendingur


-voru hugtök á borð við ofvirkni, athyglisbrest og einelti á vörum fárra


-duttu margir í það eftir samræmdu prófin....


-Árið 1988 komu 0,33 l og 0,5 l áldósirnar á markað.

   (Frá 1975-1985 var til gos í 0,19 l og 0,33 l glerflöskum og svo risinn í 1 l glerflöskum. 
Áfylling á 1,5 l plastflöskur hófst sumarið 1985 og seinna bættust  0,5 l og 2 l plastflöskurnar í hópinn.

 

Já það er óhætt að segja að tímarnir breytist og mennirnir með.  Þetta með geisladiskana þá man ég eftir því að hafa setið inni í herbergi hjá þáverandi vinkonu minni þegar hún var að reyna að sannfæra mömmu sína um að geilsaspilarinn væri miklu betri en plöturnar og varð hún (vinkonan) himinlifandi þegar ég "tók þátt" í þessu og sagði henni að það væri sko "miklu minna suð" í geisladiskunum.

 

Danmörk er í þann veginn að skýrast svo ég held ég láti þá sögu bíða þar til næst.

 

Kv. Lilja pilja 


Köben eftir 2 daga

Fer út á aðfaranótt fimmtudags og nú er bara að sjá hvað danskurinn vill fyrir mig gera.  Nú í versta falli verður þetta hin besta djammferð Whistling Sendi e-mail á þá í dag og nú er að sjá hvort þeir svari mér.  Segi ykkur frá því ef og þegar það gerist Tounge

Tíminn...

Já Halldóra tíminn flýgur.  Fékk símtal í dag frá gömlum skólafélaga sem talaði um reunion eða Endurfundi og eftir að hafa skoðað bloggið þeirra/okkar komst ég að því að í ár eru 20 ár síðan við útskrifuðumst úr 9 bekk Glerárskóla á Akureyri (lesist 10 bekkur í dag).  Hvorki meira né minna en 20 ár.  Ég hélt ég fengi tilfelli...

Allavega er meiningin hjá þessum "krökkum" að hittast aðra helgi eða 14 júní en ég verð því miður fjarri góðu gamni þar sem ég verð í Köben.  En ég verð bara með eftir 10 ár. ;) 


Ferðalag

Ég fattaði það í gær að ég væri á leið til Danmerkur í NÆSTU VIKU.  VÁÁÁÁÁÁÁ hvað tíminn líður hratt.  Eins gott að drífa sig í að halda áfram að setja upp ferilskrána og senda svo póst.  Kannski skýrist þá eitthvað með vinnu þar áður en ég fer.

 


Litla krúttið

Eins og sjálfsagt margir aðrir fylgdist ég grannt með ameríska Idolinu.  Þar átti ég mér einn uppáhalds keppanda sem mér fannst svo hrikalega mikið krútt.  Sá hét David Archuleta (hvernig sem það er nú skrifað) .  Þegar ég var svo að passa um daginn, þá horfðu þau Guðni Rafn og Elva Rún með mér á hluta af þeim mánudagsþætti.  Og auðvitað sagði ég þeim hver væri krúttið mitt.  Guðni Rafn (4 að verða 5 ára) var mjög nákvæmur og vildi vera viss um að hann væri búin að ná þessu og spurði oftar en einu sinni "er þetta krúttið þitt? " Og auðvitað svaraði ég játandi því hann var SVO mikið krútt og söng eins og engill.  Svo um daginn þ.e. sl. mánudagskvöld var ég stödd hjá þeim aftur og Guðni Rafn er að horfa með pabba sínum á Idolið á meðan við Guðný Erla vorum við tölvuna.  Þá heyrist kallað úr stofunni  " Lilja, krúttið þitt er í sjónvarpinu..." og eins og góðum aðdáenda sæmir hljóp ég til og kíkti þrátt fyrir að hafa séð þetta allt áður því auðvitað vakti ég í vikunni áður langt fram eftir nóttu og fylgdist með úrslitunum.  Mér fannst þetta svo dúllulegt hjá Guðna Rafni.  Hann var sjálfur orðinn aðdáandi með mér og vildi passa upp á að frænka sín myndi ekki missa af "Krúttinu" sínu í tv. Grin Og það skal tekið fram að hann kallaði oftar en einu sinni.        En okkar maður vann ekki en það er líka bara allt í lagi, því David Cook var líka flottur og sætur og hefur miklu meira með Idol titilinn að gera heldur er eitthvert 17 ára krútt. Tounge

 

Mikið að gera um næstu helgi, kórdjamm á föstudag og svo er einhver sjómannadagsgleði hér á laugardag.  Grill bæði kvöldin...  Skilst að öllum verði BOÐIÐ í grill og svo verður ball um kvöldið í Þurrkveri og fyrir þá sem ekki vita er það gamalt þurrkhús sem aðeins tvisvar til þrisvar áður hefur verið haldið ball í, þar sem venjulega er það fullt og þá meina ég fullt af alls kyns dóti og drasli sem stóru fyrirtækin hér "þurfa" að geyma.   En nú er sem sagt búið að tæma hana því í sumar á að vera þarna markaður að mér skilst.  Þetta verður án efa hin mesta skemmtun bæði kvöldin og ég bíð bara spennt. 

Jæja, eigum við ekki bara að segja þetta gott í bili.

 

Over and out 

 

 p.s. Sigrún J.  eftir því sem mér skilst þá er von á Eygló í sumar.. hún verður jú að koma og innheimta rauðvínið sem hún vann í frænkukeppninni.

p.s.s. Katrín, TAKK 


on with the butter...

Var að sjá að frestur til athugasemdar við síðustu færslu væri útrunninn.  Svo hér með kemur ný færsla svo þið getið haldið áfram með svona gullkorn.  Tinna, Jóhanna, Katrín, Sigrún þið stóðuð ykkur vel.  Ég er búin að hlæja mig máttlausa.  En mikill vill meira.  Mig langar í fleiri svona komment... Svo endilega finnið eitthvað sem er svona fyndið og haldið áfram. 

Er búin að vera "mamma" núna í rúma viku og hefur það bara gengið nokkuð vel, svona fyrir utan að týna einum gestinum sem kom í heimsókn til Guðna Rafns.  Tinna...sorry sorry sorry...CryingCryingCrying Já ég hef sem sagt verið með ungana tvo hennar Guðnýjar Erlu, þau Elvu Rún og Guðna Rafn.  Þetta hefur bara tekist nokkuð stórslysalaust með þau tvö en þurfti reyndar að hringja á læknavaktina þar sem Elva Rún var komin með öll einkenni þvagfærasýkingar...:( en var þá svo heppin að lenda á einum besta lækninum í bænum sem að reddaði málunum eins og skot. 

Við erum búin að bralla ýmislegt..  En þar sem ég ákvað að vera bara hér á Ísó í þeirra umhverfi þá hefur þetta ýmislegt oft falið í sér auka keyrslu á Súganda.  En við erum sem sagt búin að fara þrisvar í sund, á föstudaginn var Guðni Rafn með mér í leikskólanum heima á hjóladegi og Elva Rún kom svo með rútunni með hjólið sitt og þá var hjólað um allan bæinn að leita að "gömlum" vinum en þeir voru ekki heima svo við fórum bara aftur hingað heim.  Í dag fórum við Guðni Rafn í smá "sveitaferð" inn að Seli til Ævars bróðurs og kíktum á litlu lömbin með þeim Mónu.  Það var alveg frábært að sjá til hennar þarna.  Klappaði saman lófunum og sagði svo "me me me" brölti inn og út úr kindakofanum og um allt túnið til að reyna að tala við lömbin.  Það skal tekið fram að hún er rétt  1 1/2 árs en hvergi smeyk og Ævar hafði það á orði að hún væri bara rétt eins og hún hefði fæðst þarna.  ;)

Ég var nú búin að lofa Ólínu "nágranna" og kórvinkonu að kíkja yfir í kaffi einn daginn þessa pössunarviku en ekki er ég komin svo langt.  Kannski ég kíki bara í morgunkaffi í fyrramálið Tounge

Jæja ég held ég láti þessu lokið þar til næst þar sem ég þarf að fara að kalla "grísina" inn en þau fengu að fara út eftir kvöldmat.  Eiga svo góða frænku Tounge

over and out


Ástkæra ylhýra

Stundum hljómar það alls ekki vel að snúa setningum þ.e.a.s. orðatiltækjum upp á ensku.  Það verður stundum ferlega hallærislegt en um leið ferlega fyndið.  Set hér inn þrjú dæmi og bið ykkur endilega að koma með fleiri slík.  Ég ætla að safna.

 

Úff... mér er svo heitt.....

....  ufff... i'm so hot

á hvaða lyfjum ertu...

...what medication are you on

OOO... hann/hún er svo mikið rassgat

...ooo he/she is such an ashole...

Þetta er svo komment sem Jóhanna Þ. kom með en hún af einhverjum ástæðum vill ekki kommenta of oft. Held hún sé með kommenta hræðslu... en hér er hugljómunin sem hún fékk.

Hey... ertu með bein í nefinu....

hey... do you have a bone in you nose..

Eins og ég segi þetta hljómar alls ekki alltaf svo vel...  Endilega setjið inn fleiri dæmi, ég veit þið lúrið á þeim. 

 

Nú svo á hún Auður Birna frænka mín 25 ára afmæli í dag.  Og fyrst ég er nú að blogga á þessum degi þá sendi ég henni auðvitað Innilegar hamingjuóskir með daginn og vona að hún njóti hans í hitanum í Köben...  


Trölla"próf"

 Fann þetta á bloggi og ákvað að vera með.  Þetta er sem sagt niðurstaðan.  Get ekki sagt að ég sé sammála þessu að öllu leyti...

 

Stjórnmálaþurs
Þú ert vanaföst, tilfinningarík félagsvera.
Í margmenni á stjórnmálaþursinn oftar en ekki orðið. Ef einhver hyggst grípa fram í fyrir honum talar hann bara hærra - og það virkar. Hann hefur sterkar skoðanir á flestu, hvort sem um er að ræða fjárlagahalla ríkisins eða það hvort SS eða Goða pylsur eru betri, og gerir hvað hann getur til að þröngva þeim upp á aðra. Stjórnmálaþursinn þarf að passa sig þegar hann er í nærveru þeirra sem eru ósammála honum því blóðþrýstingurinn á það til að rjúka upp.

Stjórnmálaþursinn vantar ekki nýja skó fyrr en það er komið gat á þá gömlu... sem skósmiðurinn segist ekki geta gert við. Stjórnmálaþursinn veit hvar Guðsteinn er með verslun.
Annars lítið að frétta, sumarið komið og farið og orðið skítkalt aftur.  Ohhh hvað ég er búin að fá uppí kok af þessum kulda og snjókomu. Vona bara að þetta sé kuldinn á undan heita sumrinu sem ég er búin að plana að hafa.
Ég varð, skal ég segja ykkur, nett pirruð um daginn.  Í einni og sömu vikunni gerði ég heiðarlega tilraun (þrátt fyrir frænkukeppni) að versla mér skyndibita mat í sjoppunni hér heima.  Í fyrra skiptið fór ég rúmlega 16:00 og ætlaði að kaupa pylsu.. Svarið: "Það er ekki til pylsa en hún kemur á EFTIR FRÁ FLATEYRI" Ég meina hallllllllllllllllllllllllllóóóó Flateyri ???? fást ekki pylsur á Ísafirði ef allt klikkar...  nú svo í hitt skiptið þá komum við Hildur Sól. og ætluðum að fá okkur hamborgara í kvöldmat eftir að hafa verið í sundi frá opnun til lokunnar (nánast) en nei nei það var sama sagan þá  "það er ekki til hamborgari, hefur ekki verið til í nokkra daga HELD ÉG..."
Ég sver það ég varð nett pirruð og hugsaði með mér að héðan í frá skyldi ég ekki einu sinni gera aðra heiðarlega tilraun til þess að versla mér skyndibita á Suðureyri.  Mér finnst alveg fáránlegt að í sjoppu sem gefur sig út fyrir að selja skyndibita skuli ég ekki geta fengið hann tvisvar í sömu vikunni..... Devil  Veit ekki hverjum er um að kenna enda skiptir það ekki máli, þetta á bara að fást.  Svo einfalt er það í mínum augum!!!!!
Við Unna Sigga erum búnar að panta okkur ferð til Köben í sumar og þá ætla ég að vera búin að gera eitthvað af viti í að skoða á netinu með vinnu og útbúa ferilskrá til að taka með.  Ég vona að ég fái vinnu þarna úti, ég er farin að þarfnast þess að breyta til.
Nóg af bulli í dag.
 

Myndablogg

IMG 5961

                     Ég ætla að fá eina með öllu... nema tómat...

IMG 5962

                Bo var í göngutúr í dag og við hittumst á förnum vegi

IMG 5963

                         Móna og Ævar voru líka í göngu

IMG 5964

                            Svo flott

IMG 5965

                               Hey.. annað hvort er maður töff eða ekki

IMG 5968

                              Hey.. Sverrir... Hvert ertu að fara???

IMG 5969

                               híhí voðalega er þetta nú fyndið

IMG 5971

                            En svo kom að kveðjustund

IMG 5966

                          Það hefur verið mikill hiti síðustu daga... Þetta á reyndar að vera 16:50 og hitinn  var...

IMG 5967

                               Jah.. það má nú deila um þessar tölur... en hlýtt var þó

IMG 5972

                   Sverrir Bjarki fór á Barnaskemmtun í Grunnskólanum og fékk koss frá Aldísi frænku sinni.


Vor í lofti

Ég ætla að trúa því að vorið sé komið.  Það er svo yndislegt veður núna, smá sólarglampi allan daginn og hitastigið nær upp fyrir núllið og rúmlega það.  Ég hef ekki farið í ræktina síðan fyrir helgi heldur hef ég notað tækifærið og farið í góða göngutúra.  Fyrir þá sem vita hvar er,  þá labbaði ég inn að Seli á laugardaginn og til baka auðvitað og þá upp í Hjallabyggð,  og á sunnudaginn labbaði ég inn að Kleif og til baka og upp í Hjallabyggð.  Enda veðrið eins og áður segir yndislegt. 

Og það eru fleiri en ég sem þykir veðrið svona frábært.  Göturnar hér eru allar fullar af fólki í göngu að njóta veðurblíðunnar eftir snjóþungan og veðurleiðinlegan vetur.  Börnin eru komin út með snú-snú böndin, hjólin og hlaupahjólin og eru hér úti um allar götur, þar sem það er enn snjór á gangstéttunum. Já, það er reyndar fullt fullt fullt af snjó í bænum, en ég ætla að trúa því að hann sé alveg bráðum að fara. 

Ég gæti eiginlega skrifað langa færslu um hversu glöð ég er með þetta veður þessa dagana en held einhvern veginn að það sé ekkert rosalega gaman að lesa það endalaust.  En ég vona svo sannarlega að sumarið, eða öllu heldur vorið, sé komið og sumarið komi í kjölfarið.  Er orðin langþreytt á þessum vetri.  Ég get þolað hann fram að páskum, hvort sem þeir eru í febrúar eða júní Cool en eftir það vil ég fara að fá auðar götur og garða og SÓL!!!!!     Finnst ykkur ég vera kröfuhörð???

Annars er það helst í fréttum að ég er að skipuleggja Danmerkur ferð í júní með Unnu Siggu en þá ætlum við að fara og reyna að finna út úr því hvort ég geti ekki fengið vinnu þar.  Talandi um Danmörk... þá var mér tjáð það fyrr í vetur að ég væri búin að segja upp á leikskólanum og væri bara að flytja út NÚNA...  en bara svo það sé á hreinu þá er það ekki rétt.

Ef einhver þarna úti veit um einhvern sem getur hjálpað  mér við þetta Danmerkurdæmi má sá hinn sami gjarnan segja mér frá.

 

Látum þetta duga að sinni 

 


Föstudagur

Það er aftur kominn föstudagur.  Mér finnst eins og það hafi síðast verið föstudagur í gær.  Ótrúlegt hvað tíminn er fljótur að líða þrátt fyrir heilsuleysi.  Ég var s.s. heima einn dag vegna veikinda í vikunni en er enn hóstandi eins og vitleysingur.  Það er svo slæmt að ég held að nágrannarnir á efri hæðinni sofi varla dúr þegar ég byrja að gelta um miðjar nætur.

 

Þriðja frænkukeppni vetrarins er hafin og kannski óþarfi að segja frá því augljósa en auðvitað vann ég líka keppni nr. 2.  Í verðlaun verða víst Bikiní.  Ohhh ég verð svo flott.  Þessi þriðja lota mun aðeins standa í 1 mánuð eða út apríl og þær drifu sig að byrja í veikindavikunni minni svo þær fengju smá forskot.  í þetta sinn verður rauðvín (pr. keppanda) í verðlaun og ég held að Eygló systir ætli að reyna að fá þau verðlaun því þá þurfum við allar að fara með rauðvínið til hennar og drekka það þar. ;)  Kannski maður ætti að fara að slaka á????

 

Jæja, þarf að auglýsa fund og fara út að labba.

 

kv. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband