Nýtt blogg

Kæru bloggvinir

 

Það er komið nýtt blogg á www.gloppa.blogcentral.is

 

Munið svo að kommenta, það er svo gaman

 

Hilsen Lilja


Gleðilegt ár

Kæru vinir og vandamenn

 Ég óska ykkur öllum gleðilegrar jólarestar og sendi ykkur bestu óskir um gleðilegt ár.  Vona að árið 2009 verði ykkur gott að öllu leyti. 

 Vil svo bara minna á að a.m.k. á meðan dvöl minni í Danmörku stendur mun ég blogga á www.gloppa.blogcentral.is þar sem það eru svo oft einhver vandræði með þessa síðu.  Endilega kíkið á hana reglulega og kommentið þar, það er svo gaman.

 

Bestu kveðjur

 

Lilja  


Nýr staður

Kæru vinir.

 

Ég hef ákveðið í ljósi vandræða við að koma inn bloggi á þessa síðu, að færa bloggið mitt aftur á gömlu bloggsíðuna mína.  Slóðin þangað er www.gloppa.blogcentral.is 

 

Sjáumst þar ;)

 

Hilsen fra Sveden


Jæja

Þá er það spurning hvort þetta takist. Ég er í bölvuðum vandræðum með að komast hingað inn og þegar það hefur tekist hefur færslan aldrei náð að vistast. Síðast fékk ég Katrínu til að setja hana inn fyrir mig en vonandi tekst þetta núna hjá mér sjálfri.

Héðan er allt fínt að frétta. Ég hamast við að sækja um vinnu hér og þar. Í gær fóru 4 bréf í póst og eitt fer í póst á morgun. Allt eru þetta leikskólakennarastöður eða stöður leiðbeinanda á deild.

Annars gengur lífið sinn vanagang. Hér vakna ég á hverjum morgni kl. 08:00 til að fara út að labba. Hér rétt hjá er vatn sem er fínt að labba í kring um og góður tími sem það tekur ef maður ákveður að fara stóra hringinn sem ég hef reyndar bara gert einu sinni. En í dag ákvað ég að prófa að skokka og setti mér mjög lágt markmið bara svona til að sjá hvort hnéð þyldi þetta. Og viti menn það tókst bara svo vel að markmiðið sem átti að vera nokkrir metrar urðu að heilum hring og alla leið heim sem eru um 2 km. ansi gott finnst mér. Svo er bara að halda áfram þetta er svo ansi hressandi svona í morgunsárið.

Ég ætla að athuga hvort ég geti sett hérna inn nokkrar myndir sem hafa verið teknar.

Neibb... ekki tókst það að þessu sinni, ég reyni bara aftur síðar. Umsjónarmaður bloggsins á mbl benti mér á windows live síðu sem ég átti að geta bloggað af og þegar ég prófaði það gekk það eins og í sögu FYRST. Síðan ekki söguna meir. En þið verið bara að sýna mér þolinmæði á meðan þetta er ástand varir.

Ég man ekki hvort ég hafi verið búin að setja inn danska númerið hér en það getur varla verið þar sem bara ekkert heyrist frá Íslandi. Jah nema frá Svölu hún sendi sms í dag og sagði mér að það væri ekta smalaveður. Ég held hún sakni þess ótrúlega að hafa ekki sinn dygga aðstoðarsmala sér við hlið. Ég meina ég sá hana fyrst í smalamennskunni. ;) Svala, svo vil ég fara að fá fréttir af honum Sverri Bjarka. Nú er engin afsökun því þú vinnur við tölvu allan daginn. og hana nú....... En s.s. símanúmerið mitt er +45-5343-7971.

Ég má til með að segja ykkur frá því að um daginn, rétt áður en ég kom út fann mig gömul pennavinkona frá Þýskalandi, í gegnum facebook. Þetta var ótrúlega skemmtilegt og hver veit nema ég feti í hennar spor og sendi á nöfn einhverra sem ég þekkti hvort þetta séu þeir hinir sömu og ég þekkti í den.
Mig langar að skella hér inn texta eftir Ólínu Þorvarðardóttur við lagið „Thank you for the music“ með Abba. Finnst þetta svo flottur texti hjá henni.

Einföld ég er - ég verð sjaldan æst eða reið.
Ef ég segi sögu - þá syfjar þig trúlega um leið.
En leynivopn á ég - eitt dásemdarþing,
því kliðurinn þagnar þegar ég syng.
Það er hamingjugjöf
og mig langar að hrópa yfir höf.

Á vængjum söngsins hef ég svifið
í sorg og gleði,
sungið dátt með glöðu geði.
Án þess væri lífið svo laust við lit og róm.
Innihaldstóm
væri þá ævitilveran öll.
Á vængjum söngsins hef ég svifið
um lífsins tónahöll.

Dálítil hnáta ég dansaði af lífi og sál.
Af gleði ég söng, því söngur var mitt eina mál.
Og oft hef ég hugsað hvers virði það er
að heyra og finna í brjóstinu á sér
hjartastrengina slá,
þessa hljómkviðu samhljómi ná.

Á vængjum söngsins hef ég svifið ....

Þakklæti finn ég - þegar ég syng af hjartans lyst.
Raddböndin þen ég: Þennan róm, þennan tón, þennan hljóm.

Söngs á vængjum svíf ég - í sorg og gleði.
Syng ég dátt með glöðu geði ,
án þess væri lífið - svo laust við lit og róm.
Innihaldstom
væri þá ævitilveran öll.
Á vængjum söngsins hef ég svifið
um lífsins tónahöll.

Bið að heilsa að sinni

p.s. Ekki tókst að vista færsluna að þessu sinni frekar en fyrri daginn svo Katrín, TAKK FYRIR HJÁLPINA.


Prufa

Ég fékk leiðbeiningar frá umsjónarmanni blog.is um þetta forrit windows live writer.


Taka 3 frá Köben

Ok....Ég verð að byrja á því að taka það fram að það er ekki af einskærri leti sem hér hefur ekki verið bloggað frá kóngsins Köben. Ég skrifaði hér heilmikla færslu fyrsta eða annan daginn sem ég var hérna en af einhverri ástæðu sem ég ekki veit hver er þá náði hún aldrei að vistast inni. Ég held að það sé þessum eina pung á heimilinu að kenna. Svo nú er það taka 2 og kannski ég muni eftir að kópera hana svona ef það skyldi ekki takast aftur.
......Nú ekki tókst mér að vista síðustu færslu heldur svo nú hef ég fengið aðstoð Katrínar við að setja þetta inn á síðuna mína og við skulum gá hvort þetta virki... ef svo þá segi ég bara kærar þakkir Katrín.
Hér er ég sem sagt búin að vera síðan á þriðjudag (og í dag er föstudagur). Sigga tók á móti mér á flugvellinum og við héldum heim á leið í metro og svo fórum við restina á hjóli. Ég var með hellings farangur og yfirvigt á við 5 manns. En þetta hafðist nú allt saman og heim í Hollænderdybet 30 komumst við.
Síðan ég kom er ég búin að fara út að labba bæði fimmtudag og föstudag í langt í klukkutíma. Er ekki byrjuð að skokka aftur þar sem fóturinn er ekki alveg kominn í samt lag eftir að ég slasaði mig aftur þarna í ágúst. En það að labba er bara fínt. Svo hjólum við um alla Kaupmannahöfn eins og ekkert sé. Eða sko þær rata og ég elti. Enda ekki þorandi að sleppa mér lausri hér eins áttavillt og ég er. Ætli ég verði ekki bara orðin hoj og slank þegar ég kem heim.
Ég má nú til með að nefna það að áður en ég fór út, fórum við allar í vinnunni út að borða saman. Við fórum á Edinborg sem var bara virkilega gaman. Þær gáfu mér allar hálsmen sem er smíðað af Dídí og er alveg virkilega fallegt. Þetta var mér gefið svona af því ég hef aldrei viljað segja það fyrir víst hvort ég komi heim aftur eftir árið eða ekki. Ef vel gengur hér gæti ég alveg ílengst. En allavega vil ég þakka þeim stöllum Svövu Rán, Jónu Möggu, Pálu, Katrínu, Lóu og Ásu Dóru alveg kærlega fyrir mig. Ég verð sko pottþétt flottust hér í Köben þegar ég fer og finn Hr. Rassmussen.
En hér gengur allt bara vel. Sigga og Gríma eru duglegar við að leiða mig um allt og sýna mér. Þær drifu mig m.a. í status próf í dönsku strax á miðvikudag en þar sem ég var nr. 12 og aðeins 10 komast að í einu, vorum við sendar burt og mættum bara aðeins fyrr á fimmtudag. Þar reyndi á dönskukunnáttuna eins og við var að búast og ég þurfti að skilja kelluna sem sá um þetta. Ég fékk það hlutverk að skrifa um sjálfa mig, hvaðan ég kæmi, hvers vegna ég væri í Danmörku, hvað ég hefði gert áður en ég kom osfrv. Ég skrifaði heilan helling og svo þegar minn tími var kominn settist ég hjá henni inn á skrifstofu, þar sem hún spjallaði við mig. Ég var nú svo stressuð yfir því að geta ekki talað að ég nánast hikstaði bara. En þetta er jú statuspróf fyrir Sprögeskole svo vitað sé hvar maður er staddur og ég lenti í sama hópi og Gríma. Nú svo ef vel gengur þá verð ég færð ofar. Þetta skildi ég allt saman ;)
Þær eru líka búnar að fara með mig og skrá mig inn í landið svo nú á ég danska kennitölu og það sem meira er ég mátti velja mér lækni og ég valdi einn með íslenskt nafn, Jón Kjartansson, og hann er bara hérna í næstu götu. Betra gæti það varla verið. Um leið og maður fær kennitölu hér fær maður sem sagt líka lækni.
Ég stefni á að fara í kór hér úti og er það kvennakórinn í Jónshúsi og ég hlakka mikið til að fara að syngja aftur. Það verður bara gaman.
En ég hef nú ekki bara setið hér auðum höndum og haft það huggulegt. Ég þarf jú að leita mér að vinnu til að geta verið hér. Í gær sátum við Sigga og fylltum inn í fyrirfram byggða ferilskrá á www.jobnet.dk og í dag sat ég svo með orðabók, mína fyrirfram kunnáttu í dönsku og "leiðréttingapúka" og samdi atvinnuumsókn um störf á leikskólum sem voru auglýst í blaði hér í dag. Þessa umsókn þarf svo að betrumbæta um helgina og strax á mánudegi verður hún sett í póst. Um er að ræða 2 skóla. Svo er bara að vona það besta og halda áfram að kíkja í blöðin.
Jæja ætli ég láti þessu ekki lokið að sinni héðan frá Köbenhavn. Þið verðið að sýna mér smá þolinmæði með bloggið það er bara einn pungur á þessu heimili.
Ég bý með tveimur hársnyrtikellum og að sjálfsögðu var sveitalubbinn sem var kominn í hausinn á mér tekinn í gegn og nú er ég svaka fín og orðin alveg blond aftur.
En aftur segi ég þessu lokið og ég vona að þessi færsla vistist, það er eitthvað ferlega slow vistunarferlið á blogginu mínu þessa dagana.

Bestu kveðjur til ykkar allra
Daninn
p.s. þessi færsla er skrifuð 12.sept. kl.21:16

p.s. 2 Ég er komin með danskt símanúmer og vonast eftir að heyra frá ykkur öllum. +45 53 43 79 71


Hótel Mamma

Jæja 1.september runninn upp og þrátt fyrir að ég sé nú þekkt fyrir að gera allt eins seint og hægt er (sérstaklega að þrífa) og hafandi verið búin að fá einhverja aukadaga til að þrífa og klára íbúðina, þá er ég flutt !!!!!  Jamm, eftir 91/2 ár í Túngötu 27a, Suðureyri, hef ég sagt skilið við þá íbúð og er komin heim á ný á hótel mömmu.  Hér hef ég bara haft það huggulegt en þrátt fyrir það held ég senn á vit ævintýranna í Kóngsins Köben.  (Veit einhver hvar maður gerir danskt "*ö" á lyklaborðinu).  Ég á pantað út með iceland express á þriðjudagsmorguninn eftir rétt viku.  Já, þetta er skrýtin tilfinning og það verður að segjast eins og er að ég hef eiginlega ekki leyft mér að hugsa þetta neitt djúpt því þá fæ ég bara "kvíðakast".

 

Í tilefni brottfarar minnar til Köben er Jónas til sölu.  1999 árgerð og ekinn 135.000 Impreza.  Tilboð óskast.  

Næstu helgi er ég að fara í afmæli til Ólínu Þ. um helgina.  Valkyrjurnar (kórinn okkar) ætla að syngja þar fyrir hana nokkur vel valin lög og standa því yfir æfingar þessa stundina.

 

Jæja þetta dugar.

 

kv. Ævintýrapúkinn


Silfur strákarnir okkar

Loksins kom að því að við vorum á verðlaunapalli á stórmóti í handboltanum.  Ég náði að horfa á flesta leikina og þvílíkur kraftur.  Frábært hjá þeim.

Er á fullu þessa dagana að pakka niður.  Sólrún vink. var í heimsókn um helgina að hjálpa mér og nú er svo komið að ég má þakka fyrir að hafa rúm til að sofa á, þvílíkt er búið að klára.  Búin að pakka nánast öllum matardiskum svo næstu vikurnar verð ég bara að vera upp á vini og vandamenn komin með matinn. ;) En það verður ekkert vandamál. 

En það má segja að sem betur fer kom Sólrún þessa helgi, og bara yfirhöfuð því mér af minni alkunnu snilld, "tókst" að detta í vinnunni á miðvikudaginn og það ekkert smá.  Ég rann til í bleytu þegar ég var að vaska upp eftir síðdegishressinguna og datt kylliflöt.  Snéri á mér veika hnéð og tognaði sem sagt á liðbandinu sem ég sleit þarna um árið.  Ekki gaman get ég sagt ykkur. En ég mátti nú og átti að stíga í fótinn og er öll að koma til en vá... þvílíkar harðsperrur sem ég er með í kálfunum í dag.  Búin að reyna á fæturnar á allt annan hátt en vanalega og það segir til sín.  En sem sagt þar sem Sólrún kom að hjálpa mér þá gekk þetta bara mjög vel þessa helgi.  Allir skápar orðnir tómir nema af dóti sem á að skila eða fara til DK. 

En þetta er samt ekki ástæða þess að ég blogga.. heldur var Hafrún systir að biðja um myndir af honum "Júlla Laxness".  Ég er nú ekki alveg með glænýjar myndir Hafrún en þetta eru allavega mun betri myndir en foreldrarnir setja á netið.


  Sætastur að kyssa mömmu sína

020_649874.jpg

Maður var nú ekkert að hafa fyrir því að opna augun fyrstu vikurnar

Feðgar 

"Sjáið þið litla bróður minn, ég á hann":)

 Alexander Hrafn

Alexander Hrafn með leikara göngulagið

Sallý

Við vorum í göngu með Sallý

Alexander Hrafn

 En það má deila um hver var í göngu með hvern...

Alexander Hrafn og Sigrún

Alexander Hrafn í flugferð með ömmu sinni

 Alexander Hrafn á trampólíni

 Aðal sportið

Alexander Hrafn og Ársæll

En ennþá skemmtilegra að hafa pabba með

Bryndís og Aron Kári

Á leið í sund hittum við Bryndísi sem var með Aron kára (Ella og Jóhönnu son)

 Sallý

Og svo var Sallý snoðuð.  Hitinn var búinn að vera svo mikill að hún var alveg að kafna greyjið

 

Látum þetta duga að sinni,  fer með myndavélina á stjá fljótlega og tek fleiri myndir af litla kút.

 

kv.

 

 


Vá...

Sá MAMmA MIA í Ísafjarðarbíói í kvöld og vá hvað hún er skemmtileg.  Ég hló og söng svo með allan tímann, bæði á ensku og svo íslenska textann við lögin.  FRÁBÆR MYND... (punktur, punktur, punktur)

 


Of sein

Ég er í sumarfríi og þegar ég er í sumarfríi er ég sérstaklega fljót að snúa sólarhringnum við.  Fer ekki að sofa fyrr en undir morgun og vakna um hádegisbilið.  Dagurinn í dag var ekkert öðruvísi. 

Dagurinn byrjaði á því að ég fór út, mjög stuttu eftir að ég vaknaði, til að kaupa mjólk út á kornflexið mitt.  Þar sem Jónas var í Hjallabyggðinni, þá rölti ég af stað í sól og sumaryl.  Þegar ég er alveg að nálgast sjoppuna hitti ég á Auði Birnu og Alexander Hrafn þar sem sá stutti var að hoppa á trampólíninu hennar Veru (Pálu og Óðins dóttur).  Auðvitað stoppaði ég þar og heilsaði uppá þau.  Þá sé ég hvar Pála situr í garðinum með kaffi og súkkulaði og þá kíkti ég í kaffi þangað. 

Eftir kaffið og hoppið var kominn tími á Krummann minn að fá sér "kríu" og ég skellti honum í vagninn og ákvað að skella mér í smá göngutúr á meðan hann festi svefninn.  Þá hitti ég Ásu Friðbertar, þar sem hún var á röltinu og endaði á því að kíkja á garðinn hennar sem hlaut fyrstu verðlaun á Sæluhelginni.  Eftir þá heimsókn var sá stutti sofnaður og þá fór ég í sjoppuna og keypti mér að borða enda ekki enn búin að fá kornflexið mitt.  Var að spá í að kaupa mjólkina en fattaði að ég væri ekki á leið heim strax svo hún yrði bara heit, betra að kaupa hana seinna í dag. 

Sat góða stund fyrir utan hús hjá Auði og Ársæl, fékk sms frá Svölu og Sverri Bjarka þar sem þau voru á leið í sund.  Þau komu við hjá okkur á pallinn, þar sem Krumminn var enn sofandi og við kíktum á trampólínið (Krumminn vaknaði mjög stuttu eftir að þau komu) og svo í síðdegiskaffi í garðinn til Pálu.  Klukkan 18:00 var ákveðið að drífa sig í laugina og þar vorum við til 19:00.  Edda Ágústa (dóttir Möggu Hugrúnar, sem er systurdóttur Sigrúnar mágkonu) var með okkur og eftir sundið röltum við upp í Hjallabyggð þar sem var borðaður kvöldmatur.  Eftir matinn fórum við í mjög skemmtilega sjóferð út í fjörð þar sem veiddar voru nokkrar ýsur og teknar fullt af myndum (sem koma inn seinna).  Eftir sjóferð var aftur kíkt til Auðar og Ársæls drukkinn einn bjór og haldið heim á leið kl. 01:45. Ennþá var sumarylur en sólin reyndar farin að sofa. 

Stoppaði á sumarróló þar sem Inga Sigfúsar var að "chilla" með barnabarninu (hljómar einkennilega svona um miðja nótt en á sér eðlilegar skýringar)  og nú þegar ég kem heim og klukkan er orðin 02:43 uppgötva ég að ég er orðin OF SEIN að kaupa mjólkina sem ég fór út til að kaupa í hádeginu í dag og á enga mjólk út á kornflexið mitt á morgun.

Eru þetta merki um elliglöp eða....?????


Júlíus Laxness

Þessi yndislegi litli drengur er frændi minn.  Hann fæddist í gær 21. júlí.  En.... ef hann hefði fæðst í Danmörkuhefði hann fæðst 22. júlí sem er afmælisdagur langömmu hans í móðurætt.  Auðvitað var það alltaf ætlunin hjá honum að fæðast þann dag en þar sem hann var innilokaður í 9 mánuði og sá ekkert út vissi hann ekki að hann væri kominn til Íslands og taldi því óhætt að fæðast enda klukkan orðin 00:00 í DK.  En burtséð frá því þá fengu bara Anna Karen (dóttir Hafrúnar systur) og Eygló systir hann í afmælisgjöf.  Ekki slæmt það.                                                                                                                                                                                                                                                                                   

Elsku Auður Birna, Ársæll og Alexander Hrafn innilega til hamingju með litla prinsinn.  


Er að heiman...

Mér finnst ég ekki koma heim til mín nema rétt yfir blánóttina þessa dagana.  Hvað veldur???? jú, hinir ýmsustu hlutir.  Stundum bara saklaust "drop in" eins og hjá Katrínu um daginn, eða þá eins og í kvöld, Undirbúningur skreytingar-nefndar á Sæluhúsinu.  Jamm , hér skal verða starfræktur pöbb alla Sæluhelgina, núna um helgina.   En sem sagt þar sem ég er eiginlega aldrei heima, þá hef ég afsökun fyrir bloggleti.

Fólk er þegar byrjað að streyma í bæinn, hvort heldur sem er í heimagistingu eða í tjaldútilegu nú svo ekki sé minnst á húsbílana og fellihýsin.  Ég taldi núna áðan 2 húsbíla og tvö tjöld og eitt fellihýsi að "bruna" í bæinn og það er enn bara miðvikudagur. Ef svo fer sem horfir verð ég farin að selja "garðinn" minn undir slík herlegheit. LoL   En það er gaman að sjá að fólk sé virkilega að sýna lit og mæta, þrátt fyrir að veðurspáin gæti alveg verið betri. (Að mér skilst)

 

Þessa dagana er bara þoka, þoka og aftur þoka.  Reyndar á mánu- og þriðjudag létti til eftir hádegi en svo kom "Dalalæðan" aftur að kvöldi.  En í dag hefur hún bara ekki fært sig eitt hænufet þessi þoka, nema ef vera skyldi neðar í hlíðina. Angry  En ég hef fulla trú á að þetta lagist allt saman

 

Ég er búin að segja upp íbúðinni minni og hana nú.  Danmörk it is 1. sept.  Vill einhver geyma fyrir mig búslóðina mína?????  Ég er komin í sumarfrí og verð í fríi til 11. ágúst og vinn þá í tvær- þrjár vikur og er svo farin til DK.  Trúið þið þessu??? því ekki geri ég það... FootinMouth

 Jæja, þetta dugar í bili.  Kannski verð ég bara búin að eignast litla frænku eða lítinn frænda næst þegar ég blogga... leyfi ykkur að frétta af því.

 

Vi ses


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband