Litla krúttið

Eins og sjálfsagt margir aðrir fylgdist ég grannt með ameríska Idolinu.  Þar átti ég mér einn uppáhalds keppanda sem mér fannst svo hrikalega mikið krútt.  Sá hét David Archuleta (hvernig sem það er nú skrifað) .  Þegar ég var svo að passa um daginn, þá horfðu þau Guðni Rafn og Elva Rún með mér á hluta af þeim mánudagsþætti.  Og auðvitað sagði ég þeim hver væri krúttið mitt.  Guðni Rafn (4 að verða 5 ára) var mjög nákvæmur og vildi vera viss um að hann væri búin að ná þessu og spurði oftar en einu sinni "er þetta krúttið þitt? " Og auðvitað svaraði ég játandi því hann var SVO mikið krútt og söng eins og engill.  Svo um daginn þ.e. sl. mánudagskvöld var ég stödd hjá þeim aftur og Guðni Rafn er að horfa með pabba sínum á Idolið á meðan við Guðný Erla vorum við tölvuna.  Þá heyrist kallað úr stofunni  " Lilja, krúttið þitt er í sjónvarpinu..." og eins og góðum aðdáenda sæmir hljóp ég til og kíkti þrátt fyrir að hafa séð þetta allt áður því auðvitað vakti ég í vikunni áður langt fram eftir nóttu og fylgdist með úrslitunum.  Mér fannst þetta svo dúllulegt hjá Guðna Rafni.  Hann var sjálfur orðinn aðdáandi með mér og vildi passa upp á að frænka sín myndi ekki missa af "Krúttinu" sínu í tv. Grin Og það skal tekið fram að hann kallaði oftar en einu sinni.        En okkar maður vann ekki en það er líka bara allt í lagi, því David Cook var líka flottur og sætur og hefur miklu meira með Idol titilinn að gera heldur er eitthvert 17 ára krútt. Tounge

 

Mikið að gera um næstu helgi, kórdjamm á föstudag og svo er einhver sjómannadagsgleði hér á laugardag.  Grill bæði kvöldin...  Skilst að öllum verði BOÐIÐ í grill og svo verður ball um kvöldið í Þurrkveri og fyrir þá sem ekki vita er það gamalt þurrkhús sem aðeins tvisvar til þrisvar áður hefur verið haldið ball í, þar sem venjulega er það fullt og þá meina ég fullt af alls kyns dóti og drasli sem stóru fyrirtækin hér "þurfa" að geyma.   En nú er sem sagt búið að tæma hana því í sumar á að vera þarna markaður að mér skilst.  Þetta verður án efa hin mesta skemmtun bæði kvöldin og ég bíð bara spennt. 

Jæja, eigum við ekki bara að segja þetta gott í bili.

 

Over and out 

 

 p.s. Sigrún J.  eftir því sem mér skilst þá er von á Eygló í sumar.. hún verður jú að koma og innheimta rauðvínið sem hún vann í frænkukeppninni.

p.s.s. Katrín, TAKK 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Jibbý  Þetta var rosalega krúttleg færsla

Sigrún Jónsdóttir, 29.5.2008 kl. 00:15

2 Smámynd: Halldóra Hannesdóttir

Ég er rokkari og hélt með David Cook en hinn David á svo sannarlega framtíðina fyrir sér  Skemmtu þér vel um helgina aldrei að vita nema við hittumst á danspallinum niðrí Þurrkver

Halldóra Hannesdóttir, 29.5.2008 kl. 09:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband