Ég er búin að ákveða að flytja til Danmerkur (vá hvað það er furðulegt að segja þetta). Reyndar var ekki séns að nokkur kona/maður, sem ég talaði við á meðan ég var úti, vildi ráða mig þar sem ég talaði ekki dönsku. En hvað um það, ég er búin að fá húsnæði. Ég mun leigja með tveim öðrum, Siggu Þrastar á Ísafirði sem var með mér í kvennakórnum og Grímu vinkonu hennar (ég kenndi dóttur hennar á leikskólanum Ásborg í den). Íbúðin er á Amager og ég fór að skoða hana þegar ég var úti, hún er alveg glæný og enginn hefur búið í henni áður. Þetta leggst vel í mig svo langt sem það nær. Ég er nú samt eiginlega ekki að trúa þessu ennþá. Ég er ekki búin að gefa upp alla von um vinnu á leikskóla, á enn eftir að kanna einn til tvo staði. Ég ætla allavega að byrja á því að fara í málaskóla, svo ég nái nú dönskunni og svo sæki ég bara aftur um ef ekkert hefur gerst í millitíðinni. úfff... það er ekki laust við að maður verði smá stressaður þegar maður skrifar þetta.
En Danmerkur ferðin var bara fín svona fyrir utan veðrið það var vægast sagt hundleiðinlegt. Rigning og kalt og vindur og loftkuldi og já bara hundleiðinlegt.
En við skyldum nú samt sitja úti.. við vorum jú í Köben og þar situr maður úti og drekkur bjórinn sinn þrátt fyrir að þurfa að vera vafinn inn í teppi frá toppi til táar. Ég sem hélt að það væri alltaf sól í Danmörku. Við sáum reyndar til sólar en lofthitinn var enginn og við máttum þakka fyrir að vera komnar á matsölustað á laugardeginum í Tívolíinu þegar það fór að hellirigna. Flesta dagana hefði maður þó alveg viljað hafa flíspeysuna með í för. En stuttbuxurnar og hlýrabolirnir fóru ekki uppúr töskunni allan tímann.
En þetta var nú ekki alslæmt þó. Það komu tímar sem hægt var að sitja án teppis ég meina við erum jú sannir Íslendingar.
"No drugs and nuclear wepons allowed inside"
Sunna, vinkona Unnu Siggu, kom í heimsókn til okkar yfir helgina og að sjálfsögðu tókum við á móti henni á flugvellinum með stæl.
Sem sagt þrátt fyrir leiðinlegt veður er ég flutt til Köben!!!!!!!!!!!
Flokkur: Bloggar | 21.6.2008 | 19:38 (breytt 22.6.2008 kl. 11:46) | Facebook
Nýjustu færslur
- 22.3.2009 Nýtt blogg
- 31.12.2008 Gleðilegt ár
- 18.10.2008 Nýr staður
- 17.9.2008 Jæja
- 16.9.2008 Prufa
Tenglar
Aðrir bloggarar
Þessir blogga á öðrum síðum en moggabloggi.
- Petra bloggar Petra og co
- Þórunn Gyða á sænsku Hér bloggar hún á sænskunni
- Þórunn Gyða á Íslensku Hér bloggar daman á ástkæra ylhýra
- Hafrún vinkona Hin Gloppan
- Jóhanna Þ. Sundvinkonan
- Elva Rún og Guðni Rafn Rauðhetta litla og Spidermann
- Suðureyri city Aðal staðurinn
- Sverrir Bjarki Vinur minn í sveitinni
- Alexander Hrafn Krumminn minn
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Spurt er
33 dagar til jóla
Af mbl.is
Viðskipti
- Dr. Bjarni Pálsson til Vinds og jarðvarma
- Icelandair færir eldsneytið til Vitol
- Arkitektar ósáttir við orðalag forstjóra FSRE
- Ný ríkisstjórn þurfi að hafa hraðar hendur
- Indó lækkar vexti
- Hlutverk Kviku að sýna frumkvæði á bankamarkaði
- Þjóðverjar taka við rekstri Fríhafnarinnar
- Trump lyftir Bitcoin-verði í hæstu hæðir
- Ekki svigrúm til frekari launahækkana
- Sækja fjármagn og skala upp
Athugasemdir
Æi flott hjá þér stelpa.... líst vel á þetta á þér að breyta til.... en hver á þá að fara með mér í sund
Jóhanna Þorvarðar... (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 19:17
Til hamingju með þessa ákvörðun Lilja mín og gangi þér vel
Sigrún Jónsdóttir, 23.6.2008 kl. 22:22
Jóhanna, ég verð bara að reyna að finna staðgengil. Nema þú komir bara til Köben í sund ;)
Sigrún, takk fyrir það
Lilja Einarsdóttir, 24.6.2008 kl. 15:00
Gangi þér vel Lilja mín
Halldóra Hannesdóttir, 25.6.2008 kl. 13:56
Djö...líst mér vel á þetta hjá þér, svona á að gera þegar það er ekkert til að stoppa mann meina karl og börn. Þú verður fljót að ná dönskunni, efast ekki um það. Hvenær munu flutningarnir eiga sér stað?
Kveðja,Grósk
Guðrún 'Osk (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 09:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.