Nú líður mér illa, lasin er ég
allskonar verki og kvilla hef ég....
Já, ég á ekki 7 dagana sæla núna. Er með ógeðslegan hósta sem er að gera útaf við mig og svo er ég að fá hita. Búin að vera með þennan hósta frekar lengi en nú ákvað hann að versna.. Dreif mig til doktorsins í morgun og hann skrifaði upp á Parkódín fyrir mig (sem er víst orðið lyfseðilsskylt) og svo fæ ég einhverja aðra hóstamixtúru en Pektólín. Það er nefnilega að gera óskup lítið fyrir mig. Svo ég ætla að vera heima á morgun og þá er ég vonandi bara orðin hress á fimmtudag. Sammála???
12 vikna frænkuátaki lauk á sunnudaginn með mínum sigri að sjálfsögðu og í þetta sinn verða bikiní í verðlaun, maður verður nú að geta spókað sig... Svo er hafin önnur keppni með þeim sem vilja vera með og stendur hún í 4 vikur. Svokallaður "frænkusprettur", þá er rauðvínspottur í verðlaun og já ég ætla að vinna hann líka. Ekki spurning.. þrátt fyrir að þær séu nú svolítið lúmskar og byrji á meðan ég er veik!!! Ég hef sko plan í huga sem kemur mér framúr þegar ég vil. ;)
Ingólfur og Hafrún...sá danski... that's for me to know and you to find out.
Þórunn... þú hefur ekki efni á þessari sögu.
Guðrún Ósk þú verður að láta fylgja hvað einkanúmerið er, já og takk fyrir hrósið. Ég var mjög ánægð með þennan kjól og bíð eftir tækifæri til að nota hann aftur. En hvenær eigum við svo að plana heimsókn??
Annars mest lítið að frétta, skjáumst síðar
Lilja lasna
Nýjustu færslur
- 22.3.2009 Nýtt blogg
- 31.12.2008 Gleðilegt ár
- 18.10.2008 Nýr staður
- 17.9.2008 Jæja
- 16.9.2008 Prufa
Tenglar
Aðrir bloggarar
Þessir blogga á öðrum síðum en moggabloggi.
- Petra bloggar Petra og co
- Þórunn Gyða á sænsku Hér bloggar hún á sænskunni
- Þórunn Gyða á Íslensku Hér bloggar daman á ástkæra ylhýra
- Hafrún vinkona Hin Gloppan
- Jóhanna Þ. Sundvinkonan
- Elva Rún og Guðni Rafn Rauðhetta litla og Spidermann
- Suðureyri city Aðal staðurinn
- Sverrir Bjarki Vinur minn í sveitinni
- Alexander Hrafn Krumminn minn
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hefur þú prufað "Danska" brjóstdropa. Eða voru þeir Norskir.
Ingólfur H Þorleifsson, 1.4.2008 kl. 20:02
Vá, rosa flott mynd;) ...ætlaði einmitt að kommenta eftir sálar-Nasa-dæmið... það gat ekki annað verið en að þú værir að mala plúsakeppnina:) Vona að þér batni sem allra fyrst, þetta er ógeðispest.
Sigrún Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 12:28
heheh nei Ingólfur en nú fer ég í að redda þeim hið snarasta...
Sigrún, takk fyrir það vona að bataóskirnar skili sér alla leið í líkamann.
Lilja Einarsdóttir, 2.4.2008 kl. 18:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.