úfff...

Svakalega er erfitt að koma sér að því að skrifa eitthvað hérna. 

En.. fór suður á síðustu helgi á magnaða tónleika með Sálinni hans Jóns míns og nú bíð ég spennt eftir að dvd diskurinn komi út.  Ætla SKO að kaupa hann þegar að því kemur.  

En er að fara suður aftur um helgina og nei ég hitti ENGANN sem ég er að eltast við.  Ég sá bara fram á að það yrði meira fjör í borginni hjá mér heldur en hér heima.  Þrátt fyrir að fullt sé að gerast hér eins og Skiðavikan og Aldrei fór ég suður rokkhátíðin.  Þar sem er að fara "á móti umferðinni" fékk ég flugið fram og til baka á 9000.- og finnst mér það nú bara vel sloppið.

 

Þvottavélin mín er ekki í stuði núna.  Hún vindur ekki þvottinn eins og lög gera ráð fyrir að hún geri.  Veit ekki hvað er að plaga hana en dettur í hug að einhver stífla sé fyrir hendi.  En.. það er bara ekkert sigti til að tæma og hvað gera bændur þá ??  Á einhver þarna úti "General Electric" þvottavél sem hefur lent í þessu sama??

 

Jæja ég er ekki að nenna þessu, læt ykkur vita ef ég finn "mr. right"  í höfuðborginni.

 

Kveð að sinni

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mr.Right hvað?

Guðrún Ósk (IP-tala skráð) 22.3.2008 kl. 01:18

2 identicon

Hvað er Mr.right?

Guðrún Ósk (IP-tala skráð) 22.3.2008 kl. 01:23

3 Smámynd: Lilja Einarsdóttir

nú hinn eini sanni auðvitað

Lilja Einarsdóttir, 22.3.2008 kl. 15:31

4 identicon

Blessuð! He...uhumm...ég verð aðeins að afsaka sjálfa mig verð að viðurkenna að ég hafði aldrei sent comment á þessa tegund af síðu og skildi ekki neitt í neinu þegar summan gekk upp en ekkert gerðist, commentið kom ekki.....alllaveganna ekki strax svo þá var bara að taka tvö hjá minni og enn og aftur gerðist ekkert strax. Svo að mín bara hætti við....sem betur fer því að næst þegar ég leit á póstinn minn þá skildi ég hvernig þetta gekk fyrir sig Hafðu það gott um Páskanna.

Kveðja,Grósk.

Guðrún Ósk (IP-tala skráð) 22.3.2008 kl. 17:01

5 Smámynd: Lilja Einarsdóttir

heheh einu sinni er allt fyrst.  En alltaf gaman af því þegar fólk kommentar svo endilega bara haltu því áfram "Grósk". 

Lilja Einarsdóttir, 25.3.2008 kl. 14:58

6 identicon

Já,ég skal gera það. En þú ættir að sjá einkanúmerið mitt, það er ekki Grósk

Guðrún Ósk (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 18:11

7 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Mér skilst að hugsanlega geti verið að Mr. right sé danskur eftir allt saman.

Sel það ekki dýrara en ég keypti það.

Ingólfur H Þorleifsson, 26.3.2008 kl. 18:46

8 identicon

What??? Danskur???? Hvað er í gangi sem maður veit ekki um????? Ingólfur, ég skal kaupa þessa kjaftasögu af þér....

Kveðja, Hafrún Huld

Hafrún Huld (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 14:08

9 Smámynd: Lilja Einarsdóttir

heheheh..........

Lilja Einarsdóttir, 27.3.2008 kl. 23:05

10 identicon

Hafrún, eigum við að kaupa hana saman eða viltu selja mér hana þegar þú ert búin?

Þórunn (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 21:10

11 identicon

Wow! Svakalega er flott myndin af þér, mikil breyting. Fer þér mjög vel

Guðrún 'Osk (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 10:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband