Tónleikarnir búnir

Þá fer nú að verða aðeins minna að gera hjá mér.  Hátíðarkórinn hefur lokið sínu verkefni og söng með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Íþróttahúsinu á Torfnesi, Ísafirði sl. fimmtudag.  Það er óhætt að segja að það syngja með svona stórum kór (næstum 100 manns), sem er samansettur af úrvalssöngfólki sem kann að syngja og getur sungið í kór, og svona stórri hljómsveit og magnaðri sem Sinfóníhljómsveitin var er alveg ólýsananleg tilfinning.  Ótrúlega gaman, ég sam var nærri því búin að gefast upp þar sem að ég var alltaf svo hrikalega þreytt á æfingum eftir jólin.  Var bara svo lengi að snúa sólarhringunum við.  Þennan dóm fengum við:

 

Veglegasta tónveislan var síðast á efnisskránni, Gloria eftir franska tónskáldið Francis Poulenc, meðlim „hinna 6“ ásamt Milhaud og Honegger. Glæsilegur hátíðarkórinn söng af augljóri einbeitni og ríkri hljómfegurð. Allar innkomur voru skýrar sem og skemmtilegar franskar framburðaráherslur á latneskum textanum. Rödd Ingunnar Óskar Sturludóttur mezzosóprans er hljómrík og afskaplega þægileg áheyrnar, og ólíkt mörgum söngkonum lét hún ekki þrungið víbratóið eitt og sér sjá um ómun raddarinnar. Sinfónían lék frábærlega vel og mætti lýsa heildarflutningi verksins sem tónlistarsigri.

Sjaldan hefur undirrituð upplifað jafn jákvæðar viðtökur tónleikagesta, og það í jafn fámennu samfélagi. Óhætt er að fullyrða að óvíða annarsstaðar á landinu sé hægt að hóa saman jafn stórum og vönduðum kór með jafnmiklum metnaði. Tónlistarlífið á Ísafirði er hreint með ólíkindum og báru tónleikarnir því glæsilegt vitni.

Alexandra Kjeld

 

Ekki slæmt það.

 

Nú er svo þorrablóts undirbúningur í fullum gangi svo það er enginn tími til að blogga.  Vildi bara segja ykkur frá því hverju þið, sem ekki sáuð eða heyrðuð þessa tónleika, misstuð af. ;)  

 

Kv. Lilja 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hó, ég er löngu búin að lesa... hehe, og ætlaði þá að kvitta, en gerði ekki. Bæti hér með úr því. Ég vissi alveg að þið fengjuð góða dóma, örugglega meistara-söngfólk upp til hópa. Ég bíð enn eftir myndum af þorrablótinu, spennt að sjá svarta kjólinn! ;-) Seeya, já eða heyri kannski í þér fljótlega... hehe. Knús og kveðjur, Hafrún vink.

Hafrún Páls (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 21:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband