Færsluflokkur: Bloggar

Áramót

Jæja þá eru áramótin búin, þau fóru nú bara bærilega fram.  Við Sólveig Kristín fórum á Kaffi Edinborg þar sem ekkert ball var haldið hér og því allt frekar skrýtið.   En um leið og við vorum komnar yfir fórum við að hugsa að kannksi hefði bara verið betra að vera heima í partý.  Sátum þarna eins og álfar út úr hól því við nenntum ekki að hreyfa okkur.  En þetta var nú ekkert leiðinlegt samt því við höfðum félagsskap hvor annarrar.

Nýárskjúklingurinn árlegi sem alltaf hefur verið á Aðalgötunni hjá mömmu og pabba var haldinn í Hjallabyggðinni hjá Sigrúnu og Guðna þetta árið, þar sem mamma er búin að vera lasin öll jólin og ekki á hana bætandi að fá 20 manns í heimsókn.  Hún kann heldur ekki að slappa af heima hjá sér og láta aðra um verkið, svona er að vera húsmóðir af gamla tímanum. ;)  En bragðið af nýárskjúklingnum er ekki eins og af öðrum kjúklingum, það er alveg á hreinu og það tókst að færa þetta bragð með kjúklingunum í Hjallabyggðina.  Mikið ljómandi var þetta nú allt saman gott.

Ég stefni á Reykjavík í janúar, spurningin er hvenær... einhver með hugmynd???  Gæti auðvitað bara skellt mér nú um helgina, nú eða þá 11-13, en þá verður Sallý komin í pössun hingað og það gæti reynst erfitt að fá hundapössun, en samt er ég varla að nenna þessa helgina.  Æi.... ég veit það ekki, þetta verður bara að koma í ljós.

 

 


Áramótakveðja

Kæru ættingjar og vinir sem og aðrir landsmenn sem hingað rata inn.  Ég óska ykkur öllum gleðilegs árs og friðar 2008.  Þakka fyrir árið sem er að líða og vona að nýja árið færi ykkur öllum birtu og eintóma gleði og hamingju.

yours truly


Nýr staður ??

Það hefur alltaf reynst mér heilmikið mál að setja inn myndir á blog.central kerfið þar sem ég hef verið að blogga.  Nú ætla ég aðeins að prófa að skipta og sjá hvernig þetta virkar og ef mér líkar þetta vel held ég mig bara hér.

Á þessari mynd má sjá það sem ég fékk í verðlaun fyrir frænkuátakið mikla sem stóð frá 1. okt til 22. des.  Já þetta var hringur og armband með hraunkúlu og þar sem ég vann kílóakeppnina líka (missti 4,5 kg) þá fékk ég líka aukaverðlaunin sem voru hálsmen í stíl við allt hitt, þ.e. hraunkúla með silfurhúðuðu roði.  Ótrúlega flott og hér með, færi ég hinum keppendunum bestu þakkir fyrir að hafa verið latar, jah eða allavega ekki nógu duglegar.  Svo mikið er líka víst að ef verðlaunin eru alltaf svona þá skal ég sko MALA þær í "bikini" keppninni nú á vorönn.

                                                Lilja montprik

Annars er ég búin að hafa það mjög gott yfir jólin.  Við mamma, pabbi og Einar vorum öll í Hjallabyggðinni hjá Sigrúnu og Guðna bro. á aðfangadagskvöld ásamt Sólveigu Kristínu.  Borðuðum þar kalkún (rosalega góðan) og opnuðum pakkana þar.  Þetta var auðvitað það eina sem vit var í fyrst að þau voru svona fá og við svona fá líka. Og bara notaleg stund þar til haldið var í kvöldmessu kl. 22:30.  Þetta er í fyrsta skipti sem ég hef farið í kvöldmessu á aðfangadag, og óhætt að segja að það var svolítið skrýtið að vera búin að borða og opna pakkana þegar kom loksins að því að syngja "Heims um ból, helg eru jól".  Það var líka sérstakt að óska fólki gleðilegra jóla um leið og maður mætti í kirkjuna en ekki eftir messuna.  En þetta hafðist nú allt saman.  

Nú tekur svo alvara lífsins við aftur á morgun, þarf að mæta í vinnu, en... þó bara í einn dag því svo er ég í fríi á föstudaginn.  Og við Sólveig Kristín ætlum að kíkja á "Drekktu betur" á Langa Manga annað kvöld.  Hljótum að geta svarað bjórspurningunni ;)  Rauðvíns stelpukvöld hjá mér á föstudagskvöld svo það er nóg að gera.

 Svo er stefnan tekin á Reykjavíkina í kjólaleit í janúar.  Þá verður gaman....

                                                     


Bloggvinir

Mér finnst voða gaman að eiga orðið heila tvo bloggvini.  Staðreyndin er hins vegar sú að það er algjör undantekning að ég noti þessa síðu.  Kannski breytist það ef maður á fullt af vinum hér.  Hins vegar vil ég gjarnan benda á hitt bloggið mitt þar sem færslur eru örlítið örari þar en hér. Slóðin er www.blog.central.is/gloppa  Sjáumst þar... ;)

Samúðarkveðjur

Votta öllum þeim sem eiga um sárt að binda vegna þessa hörmulega
sjóslyss, samúðarkveðjur.  Svona slys snertir alla og samkenndin
og hugurinn hjá okkur hér fyrir vestan er ólýsanlegur.  
mbl.is Sjóslys í Ísafjarðardjúpi: Flak trillunnar dregið að landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

prufa

blabla bla

Nýtt blogg?????????????

Ætla svo sem ekki að byrja neitt blogg hér í bili en bendi bara á blogg
síðuna mína www.blog.central.is/gloppa hver veit nema að það fari að
koma blogg þar

Fyrsta bloggfærsla

Þessi færsla er búin til af kerfinu þegar notandi er stofnaður. Henni má eyða eða breyta að vild.

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband