Nýr staður ??

Það hefur alltaf reynst mér heilmikið mál að setja inn myndir á blog.central kerfið þar sem ég hef verið að blogga.  Nú ætla ég aðeins að prófa að skipta og sjá hvernig þetta virkar og ef mér líkar þetta vel held ég mig bara hér.

Á þessari mynd má sjá það sem ég fékk í verðlaun fyrir frænkuátakið mikla sem stóð frá 1. okt til 22. des.  Já þetta var hringur og armband með hraunkúlu og þar sem ég vann kílóakeppnina líka (missti 4,5 kg) þá fékk ég líka aukaverðlaunin sem voru hálsmen í stíl við allt hitt, þ.e. hraunkúla með silfurhúðuðu roði.  Ótrúlega flott og hér með, færi ég hinum keppendunum bestu þakkir fyrir að hafa verið latar, jah eða allavega ekki nógu duglegar.  Svo mikið er líka víst að ef verðlaunin eru alltaf svona þá skal ég sko MALA þær í "bikini" keppninni nú á vorönn.

                                                Lilja montprik

Annars er ég búin að hafa það mjög gott yfir jólin.  Við mamma, pabbi og Einar vorum öll í Hjallabyggðinni hjá Sigrúnu og Guðna bro. á aðfangadagskvöld ásamt Sólveigu Kristínu.  Borðuðum þar kalkún (rosalega góðan) og opnuðum pakkana þar.  Þetta var auðvitað það eina sem vit var í fyrst að þau voru svona fá og við svona fá líka. Og bara notaleg stund þar til haldið var í kvöldmessu kl. 22:30.  Þetta er í fyrsta skipti sem ég hef farið í kvöldmessu á aðfangadag, og óhætt að segja að það var svolítið skrýtið að vera búin að borða og opna pakkana þegar kom loksins að því að syngja "Heims um ból, helg eru jól".  Það var líka sérstakt að óska fólki gleðilegra jóla um leið og maður mætti í kirkjuna en ekki eftir messuna.  En þetta hafðist nú allt saman.  

Nú tekur svo alvara lífsins við aftur á morgun, þarf að mæta í vinnu, en... þó bara í einn dag því svo er ég í fríi á föstudaginn.  Og við Sólveig Kristín ætlum að kíkja á "Drekktu betur" á Langa Manga annað kvöld.  Hljótum að geta svarað bjórspurningunni ;)  Rauðvíns stelpukvöld hjá mér á föstudagskvöld svo það er nóg að gera.

 Svo er stefnan tekin á Reykjavíkina í kjólaleit í janúar.  Þá verður gaman....

                                                     


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Flott "nýja" síðan  hjá þér Lilja mín.

Gleðilegt ár og takk fyrir allt gott og skemmtilegt á því gamla. Sjáumst vonandi hressar í kórstarfinu eftir áramót.

Knús

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 31.12.2007 kl. 14:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband