Áramót

Jæja þá eru áramótin búin, þau fóru nú bara bærilega fram.  Við Sólveig Kristín fórum á Kaffi Edinborg þar sem ekkert ball var haldið hér og því allt frekar skrýtið.   En um leið og við vorum komnar yfir fórum við að hugsa að kannksi hefði bara verið betra að vera heima í partý.  Sátum þarna eins og álfar út úr hól því við nenntum ekki að hreyfa okkur.  En þetta var nú ekkert leiðinlegt samt því við höfðum félagsskap hvor annarrar.

Nýárskjúklingurinn árlegi sem alltaf hefur verið á Aðalgötunni hjá mömmu og pabba var haldinn í Hjallabyggðinni hjá Sigrúnu og Guðna þetta árið, þar sem mamma er búin að vera lasin öll jólin og ekki á hana bætandi að fá 20 manns í heimsókn.  Hún kann heldur ekki að slappa af heima hjá sér og láta aðra um verkið, svona er að vera húsmóðir af gamla tímanum. ;)  En bragðið af nýárskjúklingnum er ekki eins og af öðrum kjúklingum, það er alveg á hreinu og það tókst að færa þetta bragð með kjúklingunum í Hjallabyggðina.  Mikið ljómandi var þetta nú allt saman gott.

Ég stefni á Reykjavík í janúar, spurningin er hvenær... einhver með hugmynd???  Gæti auðvitað bara skellt mér nú um helgina, nú eða þá 11-13, en þá verður Sallý komin í pössun hingað og það gæti reynst erfitt að fá hundapössun, en samt er ég varla að nenna þessa helgina.  Æi.... ég veit það ekki, þetta verður bara að koma í ljós.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband