Hótel Mamma

Jæja 1.september runninn upp og þrátt fyrir að ég sé nú þekkt fyrir að gera allt eins seint og hægt er (sérstaklega að þrífa) og hafandi verið búin að fá einhverja aukadaga til að þrífa og klára íbúðina, þá er ég flutt !!!!!  Jamm, eftir 91/2 ár í Túngötu 27a, Suðureyri, hef ég sagt skilið við þá íbúð og er komin heim á ný á hótel mömmu.  Hér hef ég bara haft það huggulegt en þrátt fyrir það held ég senn á vit ævintýranna í Kóngsins Köben.  (Veit einhver hvar maður gerir danskt "*ö" á lyklaborðinu).  Ég á pantað út með iceland express á þriðjudagsmorguninn eftir rétt viku.  Já, þetta er skrýtin tilfinning og það verður að segjast eins og er að ég hef eiginlega ekki leyft mér að hugsa þetta neitt djúpt því þá fæ ég bara "kvíðakast".

 

Í tilefni brottfarar minnar til Köben er Jónas til sölu.  1999 árgerð og ekinn 135.000 Impreza.  Tilboð óskast.  

Næstu helgi er ég að fara í afmæli til Ólínu Þ. um helgina.  Valkyrjurnar (kórinn okkar) ætla að syngja þar fyrir hana nokkur vel valin lög og standa því yfir æfingar þessa stundina.

 

Jæja þetta dugar.

 

kv. Ævintýrapúkinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Góða ferð á vit ævintýranna Lilja mín og njóttu þess í botn að kynnast öðru menningarsamfélagi.  Þú bara græðir.  Fær maður ekki pistla frá landi Möggu drottningar?

Sigrún Jónsdóttir, 2.9.2008 kl. 00:22

2 identicon

Blessuð Lilja mín

Má til með að kasta á þig kveðju og vona að allt gangi þér í haginn í kongsins Köben.  Þú mátt ekki gleyma að blogga og leyfa okkur að fylgjast með lífi þínu þar.

Kv. Halla frænka

Halla frænka (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 09:58

3 identicon

sendu mér líka línu, ég þrái jónas :):)

eða amk bara bíl á ekki :)

mbk Tinna

Tinna Óðins (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 10:14

4 identicon

verður ekkert kveðjuhóf? Mig langar í partý!!

Katrín (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 10:36

5 Smámynd: Lilja Einarsdóttir

Katrín, þér er meira en velkomið að halda fyrir mig kveðjupartý.  Nefndu stað og stund og ég mæti.... (svo lengi sem það er ekki á laugardaginn)

Lilja Einarsdóttir, 2.9.2008 kl. 23:48

6 identicon

Sælar.. hvernig er svo veran í DK að gera sig? Vil fá einhverjar fréttir af þér :) og eflaust einhverjir fleiri líka :)

sakn sakn :)

Petra (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 14:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband