Taka 3 frá Köben

Ok....Ég verð að byrja á því að taka það fram að það er ekki af einskærri leti sem hér hefur ekki verið bloggað frá kóngsins Köben. Ég skrifaði hér heilmikla færslu fyrsta eða annan daginn sem ég var hérna en af einhverri ástæðu sem ég ekki veit hver er þá náði hún aldrei að vistast inni. Ég held að það sé þessum eina pung á heimilinu að kenna. Svo nú er það taka 2 og kannski ég muni eftir að kópera hana svona ef það skyldi ekki takast aftur.
......Nú ekki tókst mér að vista síðustu færslu heldur svo nú hef ég fengið aðstoð Katrínar við að setja þetta inn á síðuna mína og við skulum gá hvort þetta virki... ef svo þá segi ég bara kærar þakkir Katrín.
Hér er ég sem sagt búin að vera síðan á þriðjudag (og í dag er föstudagur). Sigga tók á móti mér á flugvellinum og við héldum heim á leið í metro og svo fórum við restina á hjóli. Ég var með hellings farangur og yfirvigt á við 5 manns. En þetta hafðist nú allt saman og heim í Hollænderdybet 30 komumst við.
Síðan ég kom er ég búin að fara út að labba bæði fimmtudag og föstudag í langt í klukkutíma. Er ekki byrjuð að skokka aftur þar sem fóturinn er ekki alveg kominn í samt lag eftir að ég slasaði mig aftur þarna í ágúst. En það að labba er bara fínt. Svo hjólum við um alla Kaupmannahöfn eins og ekkert sé. Eða sko þær rata og ég elti. Enda ekki þorandi að sleppa mér lausri hér eins áttavillt og ég er. Ætli ég verði ekki bara orðin hoj og slank þegar ég kem heim.
Ég má nú til með að nefna það að áður en ég fór út, fórum við allar í vinnunni út að borða saman. Við fórum á Edinborg sem var bara virkilega gaman. Þær gáfu mér allar hálsmen sem er smíðað af Dídí og er alveg virkilega fallegt. Þetta var mér gefið svona af því ég hef aldrei viljað segja það fyrir víst hvort ég komi heim aftur eftir árið eða ekki. Ef vel gengur hér gæti ég alveg ílengst. En allavega vil ég þakka þeim stöllum Svövu Rán, Jónu Möggu, Pálu, Katrínu, Lóu og Ásu Dóru alveg kærlega fyrir mig. Ég verð sko pottþétt flottust hér í Köben þegar ég fer og finn Hr. Rassmussen.
En hér gengur allt bara vel. Sigga og Gríma eru duglegar við að leiða mig um allt og sýna mér. Þær drifu mig m.a. í status próf í dönsku strax á miðvikudag en þar sem ég var nr. 12 og aðeins 10 komast að í einu, vorum við sendar burt og mættum bara aðeins fyrr á fimmtudag. Þar reyndi á dönskukunnáttuna eins og við var að búast og ég þurfti að skilja kelluna sem sá um þetta. Ég fékk það hlutverk að skrifa um sjálfa mig, hvaðan ég kæmi, hvers vegna ég væri í Danmörku, hvað ég hefði gert áður en ég kom osfrv. Ég skrifaði heilan helling og svo þegar minn tími var kominn settist ég hjá henni inn á skrifstofu, þar sem hún spjallaði við mig. Ég var nú svo stressuð yfir því að geta ekki talað að ég nánast hikstaði bara. En þetta er jú statuspróf fyrir Sprögeskole svo vitað sé hvar maður er staddur og ég lenti í sama hópi og Gríma. Nú svo ef vel gengur þá verð ég færð ofar. Þetta skildi ég allt saman ;)
Þær eru líka búnar að fara með mig og skrá mig inn í landið svo nú á ég danska kennitölu og það sem meira er ég mátti velja mér lækni og ég valdi einn með íslenskt nafn, Jón Kjartansson, og hann er bara hérna í næstu götu. Betra gæti það varla verið. Um leið og maður fær kennitölu hér fær maður sem sagt líka lækni.
Ég stefni á að fara í kór hér úti og er það kvennakórinn í Jónshúsi og ég hlakka mikið til að fara að syngja aftur. Það verður bara gaman.
En ég hef nú ekki bara setið hér auðum höndum og haft það huggulegt. Ég þarf jú að leita mér að vinnu til að geta verið hér. Í gær sátum við Sigga og fylltum inn í fyrirfram byggða ferilskrá á www.jobnet.dk og í dag sat ég svo með orðabók, mína fyrirfram kunnáttu í dönsku og "leiðréttingapúka" og samdi atvinnuumsókn um störf á leikskólum sem voru auglýst í blaði hér í dag. Þessa umsókn þarf svo að betrumbæta um helgina og strax á mánudegi verður hún sett í póst. Um er að ræða 2 skóla. Svo er bara að vona það besta og halda áfram að kíkja í blöðin.
Jæja ætli ég láti þessu ekki lokið að sinni héðan frá Köbenhavn. Þið verðið að sýna mér smá þolinmæði með bloggið það er bara einn pungur á þessu heimili.
Ég bý með tveimur hársnyrtikellum og að sjálfsögðu var sveitalubbinn sem var kominn í hausinn á mér tekinn í gegn og nú er ég svaka fín og orðin alveg blond aftur.
En aftur segi ég þessu lokið og ég vona að þessi færsla vistist, það er eitthvað ferlega slow vistunarferlið á blogginu mínu þessa dagana.

Bestu kveðjur til ykkar allra
Daninn
p.s. þessi færsla er skrifuð 12.sept. kl.21:16

p.s. 2 Ég er komin með danskt símanúmer og vonast eftir að heyra frá ykkur öllum. +45 53 43 79 71


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tilviljun? ég veit það ekki en forsetisráðherra dana heitir einmitt Rasmussen!!

Katrín (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 17:59

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Gangi þér vel Lilja mín og knús yfir sundið til Eyglóar, þegar þú skreppur þangað

Sigrún Jónsdóttir, 14.9.2008 kl. 20:42

3 identicon

Uss! Þrjár kellur og einn pungur! Gengur ekki upp ;-)

Hafrún sys (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 09:11

4 identicon

Frábært að heyra allt gengur svona vel. Vona að atvinnuleitin gangi eins vel.

Bið að heilsa , lýst vel á að þú sért orðin blond again

 Kveðja, Petra, bumbus og Sóldís Björt sunddrottning

Petra bumbus (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 14:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband