Loksins kom að því að við vorum á verðlaunapalli á stórmóti í handboltanum. Ég náði að horfa á flesta leikina og þvílíkur kraftur. Frábært hjá þeim.
Er á fullu þessa dagana að pakka niður. Sólrún vink. var í heimsókn um helgina að hjálpa mér og nú er svo komið að ég má þakka fyrir að hafa rúm til að sofa á, þvílíkt er búið að klára. Búin að pakka nánast öllum matardiskum svo næstu vikurnar verð ég bara að vera upp á vini og vandamenn komin með matinn. ;) En það verður ekkert vandamál.
En það má segja að sem betur fer kom Sólrún þessa helgi, og bara yfirhöfuð því mér af minni alkunnu snilld, "tókst" að detta í vinnunni á miðvikudaginn og það ekkert smá. Ég rann til í bleytu þegar ég var að vaska upp eftir síðdegishressinguna og datt kylliflöt. Snéri á mér veika hnéð og tognaði sem sagt á liðbandinu sem ég sleit þarna um árið. Ekki gaman get ég sagt ykkur. En ég mátti nú og átti að stíga í fótinn og er öll að koma til en vá... þvílíkar harðsperrur sem ég er með í kálfunum í dag. Búin að reyna á fæturnar á allt annan hátt en vanalega og það segir til sín. En sem sagt þar sem Sólrún kom að hjálpa mér þá gekk þetta bara mjög vel þessa helgi. Allir skápar orðnir tómir nema af dóti sem á að skila eða fara til DK.
En þetta er samt ekki ástæða þess að ég blogga.. heldur var Hafrún systir að biðja um myndir af honum "Júlla Laxness". Ég er nú ekki alveg með glænýjar myndir Hafrún en þetta eru allavega mun betri myndir en foreldrarnir setja á netið.
Maður var nú ekkert að hafa fyrir því að opna augun fyrstu vikurnar
"Sjáið þið litla bróður minn, ég á hann":)
Alexander Hrafn með leikara göngulagið
Við vorum í göngu með Sallý
En það má deila um hver var í göngu með hvern...
Alexander Hrafn í flugferð með ömmu sinni
Aðal sportið
En ennþá skemmtilegra að hafa pabba með
Á leið í sund hittum við Bryndísi sem var með Aron kára (Ella og Jóhönnu son)
Og svo var Sallý snoðuð. Hitinn var búinn að vera svo mikill að hún var alveg að kafna greyjið
Látum þetta duga að sinni, fer með myndavélina á stjá fljótlega og tek fleiri myndir af litla kút.
kv.
Flokkur: Bloggar | 24.8.2008 | 20:20 (breytt kl. 20:22) | Facebook
Nýjustu færslur
- 22.3.2009 Nýtt blogg
- 31.12.2008 Gleðilegt ár
- 18.10.2008 Nýr staður
- 17.9.2008 Jæja
- 16.9.2008 Prufa
Tenglar
Aðrir bloggarar
Þessir blogga á öðrum síðum en moggabloggi.
- Petra bloggar Petra og co
- Þórunn Gyða á sænsku Hér bloggar hún á sænskunni
- Þórunn Gyða á Íslensku Hér bloggar daman á ástkæra ylhýra
- Hafrún vinkona Hin Gloppan
- Jóhanna Þ. Sundvinkonan
- Elva Rún og Guðni Rafn Rauðhetta litla og Spidermann
- Suðureyri city Aðal staðurinn
- Sverrir Bjarki Vinur minn í sveitinni
- Alexander Hrafn Krumminn minn
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Assgoti varstu snögg að bregðast við!!! Flottar myndir af krúttinu og alveg rétt hjá þér: flottari en hjá foreldrunum ;-) Svona er að vera barn nr. tvö... Kveðja vestur til allra.
Hafrún sys (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 09:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.