Mér finnst ég ekki koma heim til mín nema rétt yfir blánóttina þessa dagana. Hvað veldur???? jú, hinir ýmsustu hlutir. Stundum bara saklaust "drop in" eins og hjá Katrínu um daginn, eða þá eins og í kvöld, Undirbúningur skreytingar-nefndar á Sæluhúsinu. Jamm , hér skal verða starfræktur pöbb alla Sæluhelgina, núna um helgina. En sem sagt þar sem ég er eiginlega aldrei heima, þá hef ég afsökun fyrir bloggleti.
Fólk er þegar byrjað að streyma í bæinn, hvort heldur sem er í heimagistingu eða í tjaldútilegu nú svo ekki sé minnst á húsbílana og fellihýsin. Ég taldi núna áðan 2 húsbíla og tvö tjöld og eitt fellihýsi að "bruna" í bæinn og það er enn bara miðvikudagur. Ef svo fer sem horfir verð ég farin að selja "garðinn" minn undir slík herlegheit. En það er gaman að sjá að fólk sé virkilega að sýna lit og mæta, þrátt fyrir að veðurspáin gæti alveg verið betri. (Að mér skilst)
Þessa dagana er bara þoka, þoka og aftur þoka. Reyndar á mánu- og þriðjudag létti til eftir hádegi en svo kom "Dalalæðan" aftur að kvöldi. En í dag hefur hún bara ekki fært sig eitt hænufet þessi þoka, nema ef vera skyldi neðar í hlíðina. En ég hef fulla trú á að þetta lagist allt saman
Ég er búin að segja upp íbúðinni minni og hana nú. Danmörk it is 1. sept. Vill einhver geyma fyrir mig búslóðina mína????? Ég er komin í sumarfrí og verð í fríi til 11. ágúst og vinn þá í tvær- þrjár vikur og er svo farin til DK. Trúið þið þessu??? því ekki geri ég það...
Jæja, þetta dugar í bili. Kannski verð ég bara búin að eignast litla frænku eða lítinn frænda næst þegar ég blogga... leyfi ykkur að frétta af því.
Vi ses
Flokkur: Bloggar | 9.7.2008 | 23:13 (breytt kl. 23:20) | Facebook
Nýjustu færslur
- 22.3.2009 Nýtt blogg
- 31.12.2008 Gleðilegt ár
- 18.10.2008 Nýr staður
- 17.9.2008 Jæja
- 16.9.2008 Prufa
Tenglar
Aðrir bloggarar
Þessir blogga á öðrum síðum en moggabloggi.
- Petra bloggar Petra og co
- Þórunn Gyða á sænsku Hér bloggar hún á sænskunni
- Þórunn Gyða á Íslensku Hér bloggar daman á ástkæra ylhýra
- Hafrún vinkona Hin Gloppan
- Jóhanna Þ. Sundvinkonan
- Elva Rún og Guðni Rafn Rauðhetta litla og Spidermann
- Suðureyri city Aðal staðurinn
- Sverrir Bjarki Vinur minn í sveitinni
- Alexander Hrafn Krumminn minn
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.