Ferðasagan kemur næst

Sá þetta á reunion síðunni frá Glerárskóla á Akureyri og þar sem ég gat ekki mætt skellti ég þessu inn hér þetta er allt svo satt og rétt.  

þegar við vorum í Glerárskóla 1987-1988:


-lærðum við á ritvélar í 9. bekk (10. bekk) en nú læra nemendur á ritþjálfa frá og með 4. bekk eða fyrr                                                                                                                                                      -voru ritgerðir hreinskrifaðar en ekki slegnar inn í tölvu og sendar rafrænt...    

                                                                                                                                                    
-voru sum okkar svo heppin að eiga vasadiskó en nú eiga allir Ipod Nano


-voru  50 kr.  og 100 kr.  seðlar en ekki  mynt ( 50 varð mynt 1987 og 100 kallinn varð mynt 1995).


-var enginn gsm né sms, mms, gprs, 3G né msn en sennilega eiga allir gagnfræðingar núna gsm síma með myndavél


-voru engar PC /MAC tölvur né leikjatölvur, Playstation 1, 2, eða 3 í boði, bara bókakostur á bókasafni, Sinclair Spectrum leikir, Gameboy og að sjálfsögðu Billinn sem brást ekki.


-aðalæðið var diskmyndavél ( stóðst reyndar ekki tímans tönn) en nú lifum við á stafrænni öld


-símanúmerin voru 5 stafa....en ekki 7 stafa eins og nú (
nema á Súganda þar var símanúmerið 4 stafa,innsk.LE) 


-var 603 Akureyri ekki til...


-var eitt sjónvarp á hverju heimili


-var til Beta og VHS en ekki DVD


-var gamla Ráðhústorgið enn á sínum stað


-voru engir tímar sem hétu lífsleikni


-var engin Kringla fyrr en 1987 og Leifsstöð var opnuð sama ár


-voru geisladiskar "nánast" óþekkt fyrirbæri, notast var við segulbandsspólur og LP plötur (jahh ég man nú eftir umræðunum um geislaspilara, innsk. LE)


-var Bónus ekki til


-var ekki búið að leyfa sölu á bjór


-var enginn nýbúi í okkar árgangi né útlendingur


-voru hugtök á borð við ofvirkni, athyglisbrest og einelti á vörum fárra


-duttu margir í það eftir samræmdu prófin....


-Árið 1988 komu 0,33 l og 0,5 l áldósirnar á markað.

   (Frá 1975-1985 var til gos í 0,19 l og 0,33 l glerflöskum og svo risinn í 1 l glerflöskum. 
Áfylling á 1,5 l plastflöskur hófst sumarið 1985 og seinna bættust  0,5 l og 2 l plastflöskurnar í hópinn.

 

Já það er óhætt að segja að tímarnir breytist og mennirnir með.  Þetta með geisladiskana þá man ég eftir því að hafa setið inni í herbergi hjá þáverandi vinkonu minni þegar hún var að reyna að sannfæra mömmu sína um að geilsaspilarinn væri miklu betri en plöturnar og varð hún (vinkonan) himinlifandi þegar ég "tók þátt" í þessu og sagði henni að það væri sko "miklu minna suð" í geisladiskunum.

 

Danmörk er í þann veginn að skýrast svo ég held ég láti þá sögu bíða þar til næst.

 

Kv. Lilja pilja 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Hugsaðu þér og þú sem ert svoooo ung  Hvernig ætli listinn okkar Eyglóar liti út?..... tveggja stafa símanúmer.......ekkert sjónvarp á sumrin, aldrei á fimmtudögum og ekkert Vídeó!

Sigrún Jónsdóttir, 18.6.2008 kl. 22:42

2 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Gleðilegan 19. júní bloggvinkona

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 19.6.2008 kl. 13:23

3 Smámynd: Lilja Einarsdóttir

Sigrún... Ég man reyndar líka eftir sjónvarpsleysinu á fimmtudögum og rámar í sjónvarpsleysið á sumrin.. og já SAMT er ég ennþá svo ung.

Ólína...Takk sömuleiðis

Lilja Einarsdóttir, 19.6.2008 kl. 23:10

4 identicon

Já, eeeee, á ég að segja þér? Fór sko á skíði um páskana og forláta skíðaklossarnir mínir, sem mér finnst nú alltaf eins og nýjir, eru kyrfilega merktir mér (með pabba skrift): Sigrún M. S: 6119. Það held ég nú!  Góða ferð!

Sigrún Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 11:26

5 identicon

...já og hvernig er með (áður en við vitum af dr.) Sólveigu? Er hún latasti bloggari allra tíma? Maður spyr sig!

Sigrún Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 11:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband