Var að sjá að frestur til athugasemdar við síðustu færslu væri útrunninn. Svo hér með kemur ný færsla svo þið getið haldið áfram með svona gullkorn. Tinna, Jóhanna, Katrín, Sigrún þið stóðuð ykkur vel. Ég er búin að hlæja mig máttlausa. En mikill vill meira. Mig langar í fleiri svona komment... Svo endilega finnið eitthvað sem er svona fyndið og haldið áfram.
Er búin að vera "mamma" núna í rúma viku og hefur það bara gengið nokkuð vel, svona fyrir utan að týna einum gestinum sem kom í heimsókn til Guðna Rafns. Tinna...sorry sorry sorry... Já ég hef sem sagt verið með ungana tvo hennar Guðnýjar Erlu, þau Elvu Rún og Guðna Rafn. Þetta hefur bara tekist nokkuð stórslysalaust með þau tvö en þurfti reyndar að hringja á læknavaktina þar sem Elva Rún var komin með öll einkenni þvagfærasýkingar...:( en var þá svo heppin að lenda á einum besta lækninum í bænum sem að reddaði málunum eins og skot.
Við erum búin að bralla ýmislegt.. En þar sem ég ákvað að vera bara hér á Ísó í þeirra umhverfi þá hefur þetta ýmislegt oft falið í sér auka keyrslu á Súganda. En við erum sem sagt búin að fara þrisvar í sund, á föstudaginn var Guðni Rafn með mér í leikskólanum heima á hjóladegi og Elva Rún kom svo með rútunni með hjólið sitt og þá var hjólað um allan bæinn að leita að "gömlum" vinum en þeir voru ekki heima svo við fórum bara aftur hingað heim. Í dag fórum við Guðni Rafn í smá "sveitaferð" inn að Seli til Ævars bróðurs og kíktum á litlu lömbin með þeim Mónu. Það var alveg frábært að sjá til hennar þarna. Klappaði saman lófunum og sagði svo "me me me" brölti inn og út úr kindakofanum og um allt túnið til að reyna að tala við lömbin. Það skal tekið fram að hún er rétt 1 1/2 árs en hvergi smeyk og Ævar hafði það á orði að hún væri bara rétt eins og hún hefði fæðst þarna. ;)
Ég var nú búin að lofa Ólínu "nágranna" og kórvinkonu að kíkja yfir í kaffi einn daginn þessa pössunarviku en ekki er ég komin svo langt. Kannski ég kíki bara í morgunkaffi í fyrramálið
Jæja ég held ég láti þessu lokið þar til næst þar sem ég þarf að fara að kalla "grísina" inn en þau fengu að fara út eftir kvöldmat. Eiga svo góða frænku
over and out
Nýjustu færslur
- 22.3.2009 Nýtt blogg
- 31.12.2008 Gleðilegt ár
- 18.10.2008 Nýr staður
- 17.9.2008 Jæja
- 16.9.2008 Prufa
Tenglar
Aðrir bloggarar
Þessir blogga á öðrum síðum en moggabloggi.
- Petra bloggar Petra og co
- Þórunn Gyða á sænsku Hér bloggar hún á sænskunni
- Þórunn Gyða á Íslensku Hér bloggar daman á ástkæra ylhýra
- Hafrún vinkona Hin Gloppan
- Jóhanna Þ. Sundvinkonan
- Elva Rún og Guðni Rafn Rauðhetta litla og Spidermann
- Suðureyri city Aðal staðurinn
- Sverrir Bjarki Vinur minn í sveitinni
- Alexander Hrafn Krumminn minn
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Úps, aldrei gott að týna gestunum ;-) En þú tekur þetta greinilega af mikilli alvöru. Ekki einu sinni tími til að kíkja í nágrannakaffi?! Gott hjá þér Lilja mín. Svo verður það bara Blesugróf næst. Þar sjást börnin ekki fyrr en þau eru dreginn inn á eyrunum um 10 leytið. Nægur tími fyrir barnapíur að rölta bæði í Kringlunni og Smáralind.
Hafrún sys (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 11:54
Ég er ekki hissa þótt barnapössunar tilboðin séu farin að rigna yfir þig, kona með reynslu.
Bestu kveðjur á fjölskylduna þína frá mér
P.s. er von á Eygló í sumar?
Sigrún Jónsdóttir, 20.5.2008 kl. 11:46
Þú sérð ekki skóginn fyrir trjánnum - you can't see the forest for the trees
Það er á huldu - it is on Hulda
It ain't over 'till the fat lady sings - þetta er ekki búið fyrr en feita konan syngur
Ég kom af fjöllum - I came from the mountains
Smá meira sem mér datt í hug
Katrín (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 11:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.