Fann þetta á bloggi og ákvað að vera með. Þetta er sem sagt niðurstaðan. Get ekki sagt að ég sé sammála þessu að öllu leyti...
Stjórnmálaþurs
Þú ert vanaföst, tilfinningarík félagsvera.
Í margmenni á stjórnmálaþursinn oftar en ekki orðið. Ef einhver hyggst grípa fram í fyrir honum talar hann bara hærra - og það virkar. Hann hefur sterkar skoðanir á flestu, hvort sem um er að ræða fjárlagahalla ríkisins eða það hvort SS eða Goða pylsur eru betri, og gerir hvað hann getur til að þröngva þeim upp á aðra. Stjórnmálaþursinn þarf að passa sig þegar hann er í nærveru þeirra sem eru ósammála honum því blóðþrýstingurinn á það til að rjúka upp.
Stjórnmálaþursinn vantar ekki nýja skó fyrr en það er komið gat á þá gömlu... sem skósmiðurinn segist ekki geta gert við. Stjórnmálaþursinn veit hvar Guðsteinn er með verslun.
Stjórnmálaþursinn vantar ekki nýja skó fyrr en það er komið gat á þá gömlu... sem skósmiðurinn segist ekki geta gert við. Stjórnmálaþursinn veit hvar Guðsteinn er með verslun.
Annars lítið að frétta, sumarið komið og farið og orðið skítkalt aftur. Ohhh hvað ég er búin að fá uppí kok af þessum kulda og snjókomu. Vona bara að þetta sé kuldinn á undan heita sumrinu sem ég er búin að plana að hafa.
Ég varð, skal ég segja ykkur, nett pirruð um daginn. Í einni og sömu vikunni gerði ég heiðarlega tilraun (þrátt fyrir frænkukeppni) að versla mér skyndibita mat í sjoppunni hér heima. Í fyrra skiptið fór ég rúmlega 16:00 og ætlaði að kaupa pylsu.. Svarið: "Það er ekki til pylsa en hún kemur á EFTIR FRÁ FLATEYRI" Ég meina hallllllllllllllllllllllllllóóóó Flateyri ???? fást ekki pylsur á Ísafirði ef allt klikkar... nú svo í hitt skiptið þá komum við Hildur Sól. og ætluðum að fá okkur hamborgara í kvöldmat eftir að hafa verið í sundi frá opnun til lokunnar (nánast) en nei nei það var sama sagan þá "það er ekki til hamborgari, hefur ekki verið til í nokkra daga HELD ÉG..."
Ég sver það ég varð nett pirruð og hugsaði með mér að héðan í frá skyldi ég ekki einu sinni gera aðra heiðarlega tilraun til þess að versla mér skyndibita á Suðureyri. Mér finnst alveg fáránlegt að í sjoppu sem gefur sig út fyrir að selja skyndibita skuli ég ekki geta fengið hann tvisvar í sömu vikunni..... Veit ekki hverjum er um að kenna enda skiptir það ekki máli, þetta á bara að fást. Svo einfalt er það í mínum augum!!!!!
Við Unna Sigga erum búnar að panta okkur ferð til Köben í sumar og þá ætla ég að vera búin að gera eitthvað af viti í að skoða á netinu með vinnu og útbúa ferilskrá til að taka með. Ég vona að ég fái vinnu þarna úti, ég er farin að þarfnast þess að breyta til.
Nóg af bulli í dag.
Nýjustu færslur
- 22.3.2009 Nýtt blogg
- 31.12.2008 Gleðilegt ár
- 18.10.2008 Nýr staður
- 17.9.2008 Jæja
- 16.9.2008 Prufa
Tenglar
Aðrir bloggarar
Þessir blogga á öðrum síðum en moggabloggi.
- Petra bloggar Petra og co
- Þórunn Gyða á sænsku Hér bloggar hún á sænskunni
- Þórunn Gyða á Íslensku Hér bloggar daman á ástkæra ylhýra
- Hafrún vinkona Hin Gloppan
- Jóhanna Þ. Sundvinkonan
- Elva Rún og Guðni Rafn Rauðhetta litla og Spidermann
- Suðureyri city Aðal staðurinn
- Sverrir Bjarki Vinur minn í sveitinni
- Alexander Hrafn Krumminn minn
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Spurt er
Þekkir þú mig
Hvernig fannstu þessa síðu ?
33 dagar til jóla
Af mbl.is
Íþróttir
- Guardiola: Gat ekki farið núna
- Ég þoli það ekki!
- Fer alltaf í klippingu hjá Stjörnumanni
- Ég hef engar áhyggjur af þessu
- Fram nálgast toppbaráttuna
- Guardiola samdi til 2027
- Þörf á innisundlaugum á Akranesi og Akureyri
- Viggó óstöðvandi í naumum sigri
- Gerðu landsliðsmarkverðinum skráveifu
- Jafnt í Íslendingaslag City áfram
Athugasemdir
Hei já hvar er sumarið sem kom um daginn??? Flott hjá þér að ætla að breyta til, það er MJÖG nauðsynlegt ...stundum kveðja frá nágrannanum þínum "Fræðatröllinu"
Halldóra Hannesdóttir, 28.4.2008 kl. 07:37
Sko... ég var að spá í að koma með sammála-ræðu um sjoppuna, en hef ekki tíma í það. Þú veist hvað mér finnst um grillið í sjoppunni ;-). Kveðja, Hafrún sys.
Hafrún Huld (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 15:48
akkúrat Hafrún og ég held bara að ég sé að verða sammála þér. heheh
Lilja Einarsdóttir, 28.4.2008 kl. 18:43
Er ekki bara málið með þetta grill að hætta að bjóða uppá þessa þjónustu þar sem þetta er lítið sem ekkert notað yfir vetrartímann og bara óánægja með þetta litla sem reynt er að gera ?
Jóhanna Þorvarðar (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 15:04
Jóhanna... maður yrði þá allavega ekki fyrir vonbrigðum með að fá ekki hamborgarann sem maður var búinn að treysta á.
Lilja Einarsdóttir, 2.5.2008 kl. 22:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.