Vor í lofti

Ég ætla að trúa því að vorið sé komið.  Það er svo yndislegt veður núna, smá sólarglampi allan daginn og hitastigið nær upp fyrir núllið og rúmlega það.  Ég hef ekki farið í ræktina síðan fyrir helgi heldur hef ég notað tækifærið og farið í góða göngutúra.  Fyrir þá sem vita hvar er,  þá labbaði ég inn að Seli á laugardaginn og til baka auðvitað og þá upp í Hjallabyggð,  og á sunnudaginn labbaði ég inn að Kleif og til baka og upp í Hjallabyggð.  Enda veðrið eins og áður segir yndislegt. 

Og það eru fleiri en ég sem þykir veðrið svona frábært.  Göturnar hér eru allar fullar af fólki í göngu að njóta veðurblíðunnar eftir snjóþungan og veðurleiðinlegan vetur.  Börnin eru komin út með snú-snú böndin, hjólin og hlaupahjólin og eru hér úti um allar götur, þar sem það er enn snjór á gangstéttunum. Já, það er reyndar fullt fullt fullt af snjó í bænum, en ég ætla að trúa því að hann sé alveg bráðum að fara. 

Ég gæti eiginlega skrifað langa færslu um hversu glöð ég er með þetta veður þessa dagana en held einhvern veginn að það sé ekkert rosalega gaman að lesa það endalaust.  En ég vona svo sannarlega að sumarið, eða öllu heldur vorið, sé komið og sumarið komi í kjölfarið.  Er orðin langþreytt á þessum vetri.  Ég get þolað hann fram að páskum, hvort sem þeir eru í febrúar eða júní Cool en eftir það vil ég fara að fá auðar götur og garða og SÓL!!!!!     Finnst ykkur ég vera kröfuhörð???

Annars er það helst í fréttum að ég er að skipuleggja Danmerkur ferð í júní með Unnu Siggu en þá ætlum við að fara og reyna að finna út úr því hvort ég geti ekki fengið vinnu þar.  Talandi um Danmörk... þá var mér tjáð það fyrr í vetur að ég væri búin að segja upp á leikskólanum og væri bara að flytja út NÚNA...  en bara svo það sé á hreinu þá er það ekki rétt.

Ef einhver þarna úti veit um einhvern sem getur hjálpað  mér við þetta Danmerkurdæmi má sá hinn sami gjarnan segja mér frá.

 

Látum þetta duga að sinni 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband