Jæja

Þá er það spurning hvort þetta takist. Ég er í bölvuðum vandræðum með að komast hingað inn og þegar það hefur tekist hefur færslan aldrei náð að vistast. Síðast fékk ég Katrínu til að setja hana inn fyrir mig en vonandi tekst þetta núna hjá mér sjálfri.

Héðan er allt fínt að frétta. Ég hamast við að sækja um vinnu hér og þar. Í gær fóru 4 bréf í póst og eitt fer í póst á morgun. Allt eru þetta leikskólakennarastöður eða stöður leiðbeinanda á deild.

Annars gengur lífið sinn vanagang. Hér vakna ég á hverjum morgni kl. 08:00 til að fara út að labba. Hér rétt hjá er vatn sem er fínt að labba í kring um og góður tími sem það tekur ef maður ákveður að fara stóra hringinn sem ég hef reyndar bara gert einu sinni. En í dag ákvað ég að prófa að skokka og setti mér mjög lágt markmið bara svona til að sjá hvort hnéð þyldi þetta. Og viti menn það tókst bara svo vel að markmiðið sem átti að vera nokkrir metrar urðu að heilum hring og alla leið heim sem eru um 2 km. ansi gott finnst mér. Svo er bara að halda áfram þetta er svo ansi hressandi svona í morgunsárið.

Ég ætla að athuga hvort ég geti sett hérna inn nokkrar myndir sem hafa verið teknar.

Neibb... ekki tókst það að þessu sinni, ég reyni bara aftur síðar. Umsjónarmaður bloggsins á mbl benti mér á windows live síðu sem ég átti að geta bloggað af og þegar ég prófaði það gekk það eins og í sögu FYRST. Síðan ekki söguna meir. En þið verið bara að sýna mér þolinmæði á meðan þetta er ástand varir.

Ég man ekki hvort ég hafi verið búin að setja inn danska númerið hér en það getur varla verið þar sem bara ekkert heyrist frá Íslandi. Jah nema frá Svölu hún sendi sms í dag og sagði mér að það væri ekta smalaveður. Ég held hún sakni þess ótrúlega að hafa ekki sinn dygga aðstoðarsmala sér við hlið. Ég meina ég sá hana fyrst í smalamennskunni. ;) Svala, svo vil ég fara að fá fréttir af honum Sverri Bjarka. Nú er engin afsökun því þú vinnur við tölvu allan daginn. og hana nú....... En s.s. símanúmerið mitt er +45-5343-7971.

Ég má til með að segja ykkur frá því að um daginn, rétt áður en ég kom út fann mig gömul pennavinkona frá Þýskalandi, í gegnum facebook. Þetta var ótrúlega skemmtilegt og hver veit nema ég feti í hennar spor og sendi á nöfn einhverra sem ég þekkti hvort þetta séu þeir hinir sömu og ég þekkti í den.
Mig langar að skella hér inn texta eftir Ólínu Þorvarðardóttur við lagið „Thank you for the music“ með Abba. Finnst þetta svo flottur texti hjá henni.

Einföld ég er - ég verð sjaldan æst eða reið.
Ef ég segi sögu - þá syfjar þig trúlega um leið.
En leynivopn á ég - eitt dásemdarþing,
því kliðurinn þagnar þegar ég syng.
Það er hamingjugjöf
og mig langar að hrópa yfir höf.

Á vængjum söngsins hef ég svifið
í sorg og gleði,
sungið dátt með glöðu geði.
Án þess væri lífið svo laust við lit og róm.
Innihaldstóm
væri þá ævitilveran öll.
Á vængjum söngsins hef ég svifið
um lífsins tónahöll.

Dálítil hnáta ég dansaði af lífi og sál.
Af gleði ég söng, því söngur var mitt eina mál.
Og oft hef ég hugsað hvers virði það er
að heyra og finna í brjóstinu á sér
hjartastrengina slá,
þessa hljómkviðu samhljómi ná.

Á vængjum söngsins hef ég svifið ....

Þakklæti finn ég - þegar ég syng af hjartans lyst.
Raddböndin þen ég: Þennan róm, þennan tón, þennan hljóm.

Söngs á vængjum svíf ég - í sorg og gleði.
Syng ég dátt með glöðu geði ,
án þess væri lífið - svo laust við lit og róm.
Innihaldstom
væri þá ævitilveran öll.
Á vængjum söngsins hef ég svifið
um lífsins tónahöll.

Bið að heilsa að sinni

p.s. Ekki tókst að vista færsluna að þessu sinni frekar en fyrri daginn svo Katrín, TAKK FYRIR HJÁLPINA.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ, Lilja gaman að heyra að allt gangi vel hjá þér. Þú ekkert smá dugleg að vera farin að skokka, er alltaf á leiðinni að byrja :) Gangi þér nú vel þarna úti í útlöndum og hlökkum til að heyra meira frá þér.

kveðja Svava og Venni

Svava Rán Valgeirsdóttir (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 23:45

2 identicon

Jæja Lilja, ertu dauð?? hihihi.. langar að heyra fréttir af þér?? Ertu komin með vinnu? hvernig gengur? Fáum við myndir?? engin pressa.. hehe

bestu kveðjur héðan úr SNJÓNUM! já það snjóar, grátt niðrí mið fjöll og skítakuldi!

Petra Bumbus (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 12:31

3 identicon

Hæ hó, dugnaður í þér alltaf hreint, ekki að spyrja að því. ;-)

 Ég vil líka nýjar fréttir og myndir og svona, koma svo... hehe.

 Knús til þín í Köben, ég segi við þig eins og Hröbbu, þegar ég verð búin að vinna í lottóinu skelli ég mér í heimsókn! ;-)

Hafrún Pálsdóttir (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 09:21

4 identicon

Hæ hó Fréttirnar eru á www.gloppa.blogcentral.is Nenni ekki að standa í þessu veseni. kv.Lilja Einarsdóttir

Lilja Danmerkurbúi (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 15:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband