Of sein

Ég er í sumarfríi og þegar ég er í sumarfríi er ég sérstaklega fljót að snúa sólarhringnum við.  Fer ekki að sofa fyrr en undir morgun og vakna um hádegisbilið.  Dagurinn í dag var ekkert öðruvísi. 

Dagurinn byrjaði á því að ég fór út, mjög stuttu eftir að ég vaknaði, til að kaupa mjólk út á kornflexið mitt.  Þar sem Jónas var í Hjallabyggðinni, þá rölti ég af stað í sól og sumaryl.  Þegar ég er alveg að nálgast sjoppuna hitti ég á Auði Birnu og Alexander Hrafn þar sem sá stutti var að hoppa á trampólíninu hennar Veru (Pálu og Óðins dóttur).  Auðvitað stoppaði ég þar og heilsaði uppá þau.  Þá sé ég hvar Pála situr í garðinum með kaffi og súkkulaði og þá kíkti ég í kaffi þangað. 

Eftir kaffið og hoppið var kominn tími á Krummann minn að fá sér "kríu" og ég skellti honum í vagninn og ákvað að skella mér í smá göngutúr á meðan hann festi svefninn.  Þá hitti ég Ásu Friðbertar, þar sem hún var á röltinu og endaði á því að kíkja á garðinn hennar sem hlaut fyrstu verðlaun á Sæluhelginni.  Eftir þá heimsókn var sá stutti sofnaður og þá fór ég í sjoppuna og keypti mér að borða enda ekki enn búin að fá kornflexið mitt.  Var að spá í að kaupa mjólkina en fattaði að ég væri ekki á leið heim strax svo hún yrði bara heit, betra að kaupa hana seinna í dag. 

Sat góða stund fyrir utan hús hjá Auði og Ársæl, fékk sms frá Svölu og Sverri Bjarka þar sem þau voru á leið í sund.  Þau komu við hjá okkur á pallinn, þar sem Krumminn var enn sofandi og við kíktum á trampólínið (Krumminn vaknaði mjög stuttu eftir að þau komu) og svo í síðdegiskaffi í garðinn til Pálu.  Klukkan 18:00 var ákveðið að drífa sig í laugina og þar vorum við til 19:00.  Edda Ágústa (dóttir Möggu Hugrúnar, sem er systurdóttur Sigrúnar mágkonu) var með okkur og eftir sundið röltum við upp í Hjallabyggð þar sem var borðaður kvöldmatur.  Eftir matinn fórum við í mjög skemmtilega sjóferð út í fjörð þar sem veiddar voru nokkrar ýsur og teknar fullt af myndum (sem koma inn seinna).  Eftir sjóferð var aftur kíkt til Auðar og Ársæls drukkinn einn bjór og haldið heim á leið kl. 01:45. Ennþá var sumarylur en sólin reyndar farin að sofa. 

Stoppaði á sumarróló þar sem Inga Sigfúsar var að "chilla" með barnabarninu (hljómar einkennilega svona um miðja nótt en á sér eðlilegar skýringar)  og nú þegar ég kem heim og klukkan er orðin 02:43 uppgötva ég að ég er orðin OF SEIN að kaupa mjólkina sem ég fór út til að kaupa í hádeginu í dag og á enga mjólk út á kornflexið mitt á morgun.

Eru þetta merki um elliglöp eða....?????


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mkið er gaman að lesa svona skemmtilegt blogg á sunnudagsmorgni.

Verst með mjólkina en þú reynir bara aftur í dag bwaaaaahahahhaaa

Jóhanna Þorvarðar ....löngu vöknuð (IP-tala skráð) 27.7.2008 kl. 08:44

2 identicon

Elliglöp, spyrð þú! Eru þetta ekki bara eftirköst eftir "sæluhálfamánuðinn" sem er nýliðinn? Aftur á móti langar mig til að heyra þessar eðlilegu skýringar á chillinu hennar Ingu, og ég er örugglega ekki ein um það... Kveðja, Hafrún. 

Hafrún sys (IP-tala skráð) 29.7.2008 kl. 15:54

3 identicon

Já klárlega ellilöp.. ég hef heyrt að það sé gott að fá sér stíl við svoleiðis

Katrín (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 08:51

4 identicon

Heyrðu gæskan.. mér datt í hug einn málsháttur á ensku/íslensku... varð að deila honum.. to make a promise up ones sleeve - lofa upp í ermina á sér

Katrín (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 09:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband