Júlíus Laxness

Þessi yndislegi litli drengur er frændi minn.  Hann fæddist í gær 21. júlí.  En.... ef hann hefði fæðst í Danmörkuhefði hann fæðst 22. júlí sem er afmælisdagur langömmu hans í móðurætt.  Auðvitað var það alltaf ætlunin hjá honum að fæðast þann dag en þar sem hann var innilokaður í 9 mánuði og sá ekkert út vissi hann ekki að hann væri kominn til Íslands og taldi því óhætt að fæðast enda klukkan orðin 00:00 í DK.  En burtséð frá því þá fengu bara Anna Karen (dóttir Hafrúnar systur) og Eygló systir hann í afmælisgjöf.  Ekki slæmt það.                                                                                                                                                                                                                                                                                   

Elsku Auður Birna, Ársæll og Alexander Hrafn innilega til hamingju með litla prinsinn.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Til hamingju með þennan flotta frænda.  Eygló á nú alveg skilið svona flottar afmælisgjafir, ekki satt?

Knúsaðu Guðna og Sigrúnu frá mér, með árnaðaróskum

Sigrún Jónsdóttir, 23.7.2008 kl. 07:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband