Færsluflokkur: Bloggar

Myndablogg

IMG 5961

                     Ég ætla að fá eina með öllu... nema tómat...

IMG 5962

                Bo var í göngutúr í dag og við hittumst á förnum vegi

IMG 5963

                         Móna og Ævar voru líka í göngu

IMG 5964

                            Svo flott

IMG 5965

                               Hey.. annað hvort er maður töff eða ekki

IMG 5968

                              Hey.. Sverrir... Hvert ertu að fara???

IMG 5969

                               híhí voðalega er þetta nú fyndið

IMG 5971

                            En svo kom að kveðjustund

IMG 5966

                          Það hefur verið mikill hiti síðustu daga... Þetta á reyndar að vera 16:50 og hitinn  var...

IMG 5967

                               Jah.. það má nú deila um þessar tölur... en hlýtt var þó

IMG 5972

                   Sverrir Bjarki fór á Barnaskemmtun í Grunnskólanum og fékk koss frá Aldísi frænku sinni.


Vor í lofti

Ég ætla að trúa því að vorið sé komið.  Það er svo yndislegt veður núna, smá sólarglampi allan daginn og hitastigið nær upp fyrir núllið og rúmlega það.  Ég hef ekki farið í ræktina síðan fyrir helgi heldur hef ég notað tækifærið og farið í góða göngutúra.  Fyrir þá sem vita hvar er,  þá labbaði ég inn að Seli á laugardaginn og til baka auðvitað og þá upp í Hjallabyggð,  og á sunnudaginn labbaði ég inn að Kleif og til baka og upp í Hjallabyggð.  Enda veðrið eins og áður segir yndislegt. 

Og það eru fleiri en ég sem þykir veðrið svona frábært.  Göturnar hér eru allar fullar af fólki í göngu að njóta veðurblíðunnar eftir snjóþungan og veðurleiðinlegan vetur.  Börnin eru komin út með snú-snú böndin, hjólin og hlaupahjólin og eru hér úti um allar götur, þar sem það er enn snjór á gangstéttunum. Já, það er reyndar fullt fullt fullt af snjó í bænum, en ég ætla að trúa því að hann sé alveg bráðum að fara. 

Ég gæti eiginlega skrifað langa færslu um hversu glöð ég er með þetta veður þessa dagana en held einhvern veginn að það sé ekkert rosalega gaman að lesa það endalaust.  En ég vona svo sannarlega að sumarið, eða öllu heldur vorið, sé komið og sumarið komi í kjölfarið.  Er orðin langþreytt á þessum vetri.  Ég get þolað hann fram að páskum, hvort sem þeir eru í febrúar eða júní Cool en eftir það vil ég fara að fá auðar götur og garða og SÓL!!!!!     Finnst ykkur ég vera kröfuhörð???

Annars er það helst í fréttum að ég er að skipuleggja Danmerkur ferð í júní með Unnu Siggu en þá ætlum við að fara og reyna að finna út úr því hvort ég geti ekki fengið vinnu þar.  Talandi um Danmörk... þá var mér tjáð það fyrr í vetur að ég væri búin að segja upp á leikskólanum og væri bara að flytja út NÚNA...  en bara svo það sé á hreinu þá er það ekki rétt.

Ef einhver þarna úti veit um einhvern sem getur hjálpað  mér við þetta Danmerkurdæmi má sá hinn sami gjarnan segja mér frá.

 

Látum þetta duga að sinni 

 


Föstudagur

Það er aftur kominn föstudagur.  Mér finnst eins og það hafi síðast verið föstudagur í gær.  Ótrúlegt hvað tíminn er fljótur að líða þrátt fyrir heilsuleysi.  Ég var s.s. heima einn dag vegna veikinda í vikunni en er enn hóstandi eins og vitleysingur.  Það er svo slæmt að ég held að nágrannarnir á efri hæðinni sofi varla dúr þegar ég byrja að gelta um miðjar nætur.

 

Þriðja frænkukeppni vetrarins er hafin og kannski óþarfi að segja frá því augljósa en auðvitað vann ég líka keppni nr. 2.  Í verðlaun verða víst Bikiní.  Ohhh ég verð svo flott.  Þessi þriðja lota mun aðeins standa í 1 mánuð eða út apríl og þær drifu sig að byrja í veikindavikunni minni svo þær fengju smá forskot.  í þetta sinn verður rauðvín (pr. keppanda) í verðlaun og ég held að Eygló systir ætli að reyna að fá þau verðlaun því þá þurfum við allar að fara með rauðvínið til hennar og drekka það þar. ;)  Kannski maður ætti að fara að slaka á????

 

Jæja, þarf að auglýsa fund og fara út að labba.

 

kv. 


Lasin

Nú líður mér illa, lasin er ég

allskonar verki og kvilla hef ég....

 

Já, ég á ekki 7 dagana sæla núna.  Er með ógeðslegan hósta sem er að gera útaf við mig og svo er ég að fá hita.  Búin að vera með þennan hósta frekar lengi en nú ákvað hann að versna..  Dreif mig til doktorsins í morgun og hann skrifaði upp á Parkódín fyrir mig (sem er víst orðið lyfseðilsskylt) og svo fæ ég einhverja aðra hóstamixtúru en Pektólín.  Það er nefnilega að gera óskup lítið fyrir mig.   Svo ég ætla að vera heima á morgun og þá er ég vonandi bara orðin hress á fimmtudag.  Sammála??? 

12 vikna frænkuátaki lauk á sunnudaginn með mínum sigri að sjálfsögðu og í þetta sinn verða bikiní í verðlaun, maður verður nú að geta spókað sig...  Svo er hafin önnur keppni með þeim sem vilja vera með og stendur hún í 4 vikur.  Svokallaður "frænkusprettur", þá er rauðvínspottur í verðlaun og já ég ætla að vinna hann líka.  Ekki spurning.. þrátt fyrir að þær séu nú svolítið lúmskar og byrji á meðan ég er veik!!! Ég hef sko plan í huga sem kemur mér framúr þegar ég vil. ;)

 

Ingólfur og Hafrún...sá danski... that's for me to know and you to find out.

 Þórunn... þú hefur ekki efni á þessari sögu.

Guðrún Ósk þú verður að láta fylgja hvað einkanúmerið er, já og takk fyrir hrósið.  Ég var mjög ánægð með þennan kjól og bíð eftir tækifæri til að nota hann aftur.  En hvenær eigum við svo að plana heimsókn?? 

 Annars mest lítið að frétta, skjáumst síðar

 

Lilja lasna 

 

 

 


úfff...

Svakalega er erfitt að koma sér að því að skrifa eitthvað hérna. 

En.. fór suður á síðustu helgi á magnaða tónleika með Sálinni hans Jóns míns og nú bíð ég spennt eftir að dvd diskurinn komi út.  Ætla SKO að kaupa hann þegar að því kemur.  

En er að fara suður aftur um helgina og nei ég hitti ENGANN sem ég er að eltast við.  Ég sá bara fram á að það yrði meira fjör í borginni hjá mér heldur en hér heima.  Þrátt fyrir að fullt sé að gerast hér eins og Skiðavikan og Aldrei fór ég suður rokkhátíðin.  Þar sem er að fara "á móti umferðinni" fékk ég flugið fram og til baka á 9000.- og finnst mér það nú bara vel sloppið.

 

Þvottavélin mín er ekki í stuði núna.  Hún vindur ekki þvottinn eins og lög gera ráð fyrir að hún geri.  Veit ekki hvað er að plaga hana en dettur í hug að einhver stífla sé fyrir hendi.  En.. það er bara ekkert sigti til að tæma og hvað gera bændur þá ??  Á einhver þarna úti "General Electric" þvottavél sem hefur lent í þessu sama??

 

Jæja ég er ekki að nenna þessu, læt ykkur vita ef ég finn "mr. right"  í höfuðborginni.

 

Kveð að sinni

 


Í sandölum og ermalausum bol..

Það má segja að þannig hafi ég farið í vinnuna einn daginn í þessari viku.  Reyndar voru það nú strigaskór og flíspeysa en það er aukaatriði, því aðalmálið er að þegar ég fór út að morgni í vinnu var hið besta veður en þegar ég var á leið heim var búið að snjóa allt í rot og snjóaði enn.  Ég varð næstum því úti á leið heim og ekki er leiðin löng.  Svala var nú samt svo góð að bjóða mér far heim (sem ég reyndar þáði ekki) en já ég varð næstum úti.  Undecided

Frost er úti, síðan um jól

fer þessu ekki að linna

Ég ligg undir sæng og bíð eftir sól

Þarf ég nú gleðina að finna.

 

En það er ei auðvelt, því illa ég heyri

veðrið það skellur á gluggann.

Í draumórum mínum suður ég keyri

og helli mig bliiiin fullann.

 

Þessari fínu vísu stal ég af blogginu hennar Söru Sturlu.  Vona að það hafi verið í lagi ;)

 

                                                                                                                    


Ég á afmæli í dag

Já loksins loksins, eftir að hafa beðið í heilt ár eftir þessum afmælisdegi er hann nú loksins runninn upp.  Af hverju er ég búin að bíða.... jújú.. nú fæ ég LOKSINS að eiga "dirty sex" í heilt ár.  Það er nú ekki amalegt. 

Dagurinn er annars búin að vera mjög góður.  Ég mætti í morgun í vinnuna með kræsingar sem vel hefðu dugað fyrir heilan her.  Veit ekki alveg hvurslags átvögl ég hélt að væru að vinna með mér.  En við borðum þá bara afganginn á morgun.  

 Vöfflupartý á laugardaginn fyrir fjölskylduna og hugsanlegt afmælisdjamm með Hildi Sól á laugardaginn.

Annars er dagurinn bara búinn að vera góður og ég þakka Hildi Sól og Einari kærlega fyrir pakkann sem ég fékk í dag frá þeim og svo auðvitað fá allir eitt stórt TAKK fyrir allar kveðjurnar í dag.

 

Svo er ég búin að panta miða fyrir okkur Unnu Siggu á 20 ára afmælistónleika með Sálinni þann 14 mars í Laugardagshöllinni.  VÚHÚ.... can't wait....  Djö skal verða gaman þá.  Svo já það verður næsta ferð til Reykjavíkur og í þetta sinn verður Jónas greyjið skilinn eftir til að passa húsið ;)

 

 

Skjáumst síðar 


Tónleikarnir búnir

Þá fer nú að verða aðeins minna að gera hjá mér.  Hátíðarkórinn hefur lokið sínu verkefni og söng með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Íþróttahúsinu á Torfnesi, Ísafirði sl. fimmtudag.  Það er óhætt að segja að það syngja með svona stórum kór (næstum 100 manns), sem er samansettur af úrvalssöngfólki sem kann að syngja og getur sungið í kór, og svona stórri hljómsveit og magnaðri sem Sinfóníhljómsveitin var er alveg ólýsananleg tilfinning.  Ótrúlega gaman, ég sam var nærri því búin að gefast upp þar sem að ég var alltaf svo hrikalega þreytt á æfingum eftir jólin.  Var bara svo lengi að snúa sólarhringunum við.  Þennan dóm fengum við:

 

Veglegasta tónveislan var síðast á efnisskránni, Gloria eftir franska tónskáldið Francis Poulenc, meðlim „hinna 6“ ásamt Milhaud og Honegger. Glæsilegur hátíðarkórinn söng af augljóri einbeitni og ríkri hljómfegurð. Allar innkomur voru skýrar sem og skemmtilegar franskar framburðaráherslur á latneskum textanum. Rödd Ingunnar Óskar Sturludóttur mezzosóprans er hljómrík og afskaplega þægileg áheyrnar, og ólíkt mörgum söngkonum lét hún ekki þrungið víbratóið eitt og sér sjá um ómun raddarinnar. Sinfónían lék frábærlega vel og mætti lýsa heildarflutningi verksins sem tónlistarsigri.

Sjaldan hefur undirrituð upplifað jafn jákvæðar viðtökur tónleikagesta, og það í jafn fámennu samfélagi. Óhætt er að fullyrða að óvíða annarsstaðar á landinu sé hægt að hóa saman jafn stórum og vönduðum kór með jafnmiklum metnaði. Tónlistarlífið á Ísafirði er hreint með ólíkindum og báru tónleikarnir því glæsilegt vitni.

Alexandra Kjeld

 

Ekki slæmt það.

 

Nú er svo þorrablóts undirbúningur í fullum gangi svo það er enginn tími til að blogga.  Vildi bara segja ykkur frá því hverju þið, sem ekki sáuð eða heyrðuð þessa tónleika, misstuð af. ;)  

 

Kv. Lilja 

 

 


Af hverju ???

Það sem ég skil ekki er að það virðist sem foreldrar stúlkunnar hafi ekki verið látnir vita þegar málið gerðist.  Hvernig stendur á því??

mbl.is Foreldrar slegnir óhug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jólin búin...

og frænkukeppnin að byrja aftur.  Ekki veit ég hvað hún á að standa lengi í þetta sinn en ég skal vinna hana aftur.  Ekki spurning, sérstaklega þar sem verðlaunin voru svona glæsileg síðast.  Maður er nú reyndar búinn að hafa það svo gott yfir jólin, borða, sofa og liggja í leti, borða nammi, drekka gos. Ummmm.... þvílíkt sældarlíf sem þetta er búið að vera W00t En ekki laust við að manni finnist maður allur vera að linast upp.  En nú er það bara alvara lífsins all over again.

 Sallý er að koma í pössun til mín og verður í u.þ.b. tvær vikur fyrir utan þann tíma sem ég er svo búin að fá pössun fyrir hana hjá Hildi Sól. á meðan ég fer suður.  Það verður sjálfsagt skrýtið að þurfa að bera ábyrgð á einhverjum öðrum en sjálfum sér í allan þennan tíma, allan daginn, ALLTAF, gefa henni að borða, fara með hana út að labba, láta hana út að pissa osfrv.   En þetta verður nú samt bara gaman. 

 

Var á spilavist í kvöld hjá kvenfélaginu, en vann ekki :( munaði 4 stigum á mér og Sigrúnu mágkonu sem var hæst.  En bíði hún bara, ég vinn hana bara næst...

Skjáumst síðar 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband